Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi

Skrifað undir verksamning um vegagerð í Teigsskógi

108
0
Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri handsala ríflega 1,2 milljarða króna verksamning að lokinni undirritun. VEGAGERÐIN/G. PÉTUR MATTHÍASSON

Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu í gær verksamning um lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Borgarverk átti lægsta boð í verkið, upp á 1.235 milljónir króna, sem reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun.

„Við byrjum á að koma okkur fyrir, mæta með tæki og búnað á staðinn, í síðustu viku maímánaðar. Okkar áætlun miðar við að byrja á því 24. maí,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, í dag.

Úr Teigsskógi við Þorskafjörð. Þar er nú þegar gamall vegslóði.
Mynd: KMU

Sjálf vegavinnan hefst þó ekki fyrr en í annarri viku júnímánaðar, að sögn Óskars. Byrjað verður á því að taka upp torf og gróður úr vegstæðinu og leggja það hliðar til síðari nota til að þekja jarðvegssárin.

„Það verður svo um miðjan júní sem við byrjum að sprengja og keyra út efni,“ sagði Óskar.

Hér sést hvernig fyrirhugaður vegur mun liggja út með Þorskafirði. Til hægri sést hvar núverandi vegur hlykkjast upp á Hjallaháls.
VEGAGERÐIN

Þessi áfangi endurbóta Vestfjarðavegar um Gufudalssveit nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi.

Tilboðin í verkið voru opnuð þann 22. mars.

Heimild: Visir.is

Previous articleNýr útsýnispallur við Eiðsgrandann
Next articleÁtök um hvort byggja eigi í hrauninu