Home Fréttir Í fréttum Ísafjarðarbær: Vestfirskir verktakar ehf. fá Æðartanga 6

Ísafjarðarbær: Vestfirskir verktakar ehf. fá Æðartanga 6

328
0
Mynd: BB.is

Vestfirskir verktaka ehf hafa fengið úthlutað lóðinni Æðartangi 6 á Ísafirði. Þá hefur skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins samþykkt erindi fyrirtækisins þess efnis að sameina lóðirnar Æðartanga 8 og 10 í eina lóð.

<>

Einnig lá fyrir umsókn um Æðartanga 6 frá Gömlu spýtunni ehf. Nefndin hafnaði erindinu þar sem fyrirtækið hafði áður fengið lóðinni úthlutað í mars 2017 og úthlutunin hefði verið afturkölluð ári síðar þar hún var þá fallin úr gildi.

Í umsókn Gömlu spýtunnar nú segir að vegna covid hefði fyrirtækið vilja fara varlega. Þá segir í umsókninni : „okkur var sagt að byggingaleyfi yrði ekki gefið út fyrr en fasteignagjöldin yrðu að fullu greidd. En það gekk víst ekki jafnt yfir alla.
Nú vona ég að umsókn okkar verði litin sanngirnisaugum og við sitjum við sama borð og aðrir.“

Heimild: BB.is