Home Fréttir Í fréttum 17.05.2022 Hringvegur (1) um Hornafjörð

17.05.2022 Hringvegur (1) um Hornafjörð

196
0
Tölvuteikning af nýrri leið yfir Hornafjörð. Verkinu fylgja alls fjórar nýjar brýr og nítján kílómetrar af nýjum vegum. VEGAGERÐIN

Vegagerðin býður hér með út byggingu og framkvæmdafjármögnun á Hringvegi um Hornafjörð.

<>

Hringvegur um Hornafjarðarfljót er samvinnuverkefni á grundvelli b. liðar 2. mgr. 1. gr. laga nr80/2020 um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.

Samvinnuverkefnið felur í sér heildstætt útboð á framkvæmd og fjármögnun framkvæmda á framkvæmdatíma. Þátttakendur sem uppfylla hæfisskilyrði skulu gera tilboð í verkefnið í heild og verður samningi ekki skipt upp í hluta skv. 53. gr. loi.

Verkinu er skipt í fimm verkhluta. Verkhluti 8.01 felst nýlögn Hringvegar (1) frá stöð 0 rétt vestan Hólmsvegar (9822) að stöð 18760 vestan Dynjandisvegar (9721) ásamt tengivegum og tengingum. Í verkhluta 8.02 felst smíði 52 m langrar brúar á Djúpá, í verkhluta 8.03 felst smíði 250 m langrar brúar á Hornafjarðarfljót, í verkhluta 8.04 felst smíði 114 m langrar brúar á Hoffellsá, í verkhluta 8.05 felst smíði 52 m langrar brúar á Bergá.

Verkinu skal að fullu lokið og afhent eigi síðar en 1. október 2025.

Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu  TendSign  frá og með miðvikudeginum 13, apríl 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 17. maí 2022.

Ekki verður haldinn sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og heildartilboðsfjárhæðir.

Útboðið er auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu.

 

Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.