Home Fréttir Í fréttum 03.05.2022 RFI Hringvegur (1) um Ölfusá

03.05.2022 RFI Hringvegur (1) um Ölfusá

187
0
Nýja brúin á Ölfusá verðu 330 m löng stagbrú með turni á Efri-Laugardælaeyju. Mynd/Vegagerðin

Vegagerðin leitar eftir upplýsingum um áhugasama bjóðendur vegna fyrirhugaðs útboðs samvinnuverkefnisins „Hringvegur um Ölfusá“, í samræmi við lög nr. 80/2020 um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir.

<>

Lýsing á verkefninu

Um er að ræða færslu Hringvegar norður fyrir þéttbýlið á Selfossi með byggingu nýs 3,7 km Hringvegar ásamt nýrri 330 m langrar brúar á Ölfusá um Efri-Laugardælaeyju.

Í samræmi við lög nr.80/2020 um samvinnuverkefni felur verkefnið í sér fjármögnun, hönnun, framkvæmd og viðhald og rekstur til allt að 30 ára.

Leitað er eftir aðilum sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar útboðs, um hönnun, framkvæmd, fjármögnun, rekstur og viðhald mannvirkjanna til lengri tíma.   Væntanleg útboð geta verið fyrir verkefnið í heild sinni eða sem útboð um einstaka þætti, s.s. alútboð með hönnun og framkvæmd, útboð um fjármögnun og útboð um rekstur og viðhald.

Verkefnið felst í

–       nýr 3,7 km Hringvegur (3 til 4 akreinar).

–       ný 330 m löng stagbrú á Ölfusá

–       um 1 km af öðrum tveggja akreina vegum

–       vegamót við Hringveg austan Selfoss

–       2 undirgöng undir Hringveg fyrir gangandi, hjólandi og hestamenn

–       1 undirgöng undir Hringveg fyrir bíla og gangandi

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig í rafræna útboðskerfinu TendSign fyrir kl. 13:00 þriðjudaginn 3.maí 2022. Ef frekari upplýsinga er óskað skal senda fyrirspurn í útboðskerfinu.

Athygli er vakin á því að einungis er um að ræða beiðni um upplýsingar sem Vegagerðin mun nýta til undirbúnings útboðs og gerðar útboðsgagna. Skráning felur ekki í sér skuldbindingu um þátttöku í útboði á síðari stigum. Ákvörðun um að skila ekki inn upplýsingum á þessu stigi útilokar ekki þátttöku í útboði þegar það verður auglýst.