Home Fréttir Í fréttum Vatn hefur lekið inn á ganga Grensásdeildar Landspítalans

Vatn hefur lekið inn á ganga Grensásdeildar Landspítalans

84
0

Vatn hefur lekið inn á ganga Grensásdeildar Landspítalans í dag. Unnið er að því að koma í veg fyrir lekann, að sögn Aðalsteins Pálssonar, deildarstjóra fasteigna Landspítalans. Hann segir nokkra slysahættu á ferðum.

<>

„Það er frosið í rennum og niðurföllum þannig að það smitar inn í hús en það eiga að vera menn þarna núna með körfubíla að vinna að því að losa þetta,“ segir Aðalsteinn.

Nú þegar hlánað hefur er vatn tekið að leka inn á fleiri deildir Landspítalans, en hvergi eins mikið og á Grensásdeild, að sögn Aðalsteins. Verið sé að vinna í því að stöðva lekann.

„Þetta hefur ekki áður verið í eins miklu magni. Það er svo mikil snjósöfnun á þakinu hjá okkur og ekki hefur hreyft vind eins og menn sjá í borginni. Þakeinangrun í þessum gömlu húsum er minni en í þeim nýrri og þess vegna er þetta til staðar hjá okkur. Það koma grýlukerti og annað vegna þess að þessi eldri hús eru ekki eins vel einangruð, í þakkanta og rennur. Núna eru menn að fara á fleiri hús til að hreinsa burt grýlukertin og annað slíkt.“

Loftplötur hrundu í öðru stigahúsi deildarinnar í dag. Því hefur nú tímabundið verið lokað á meðan viðgerðir standa yfir. Aðalsteinn segir engan hafa þurft að flytja vegna lekans, en að fyllstu varúðar sé gætt.

Heimild: Vísir.is