Home Fréttir Í fréttum Orange project stækkar um tæplega 150% á rúmu ári

Orange project stækkar um tæplega 150% á rúmu ári

192
0

Orange Project byrjaði að leigja út tilbúið skrifstofurými í Ármúla 6, haustið 2014. Vinsældir Orange-skrifstofulausnanna sýndu fljótt fram á að eftirspurnin eftir þessari nýjung var gríðarleg. Orange Project hefur þannig fyrir löngu sprengt húsnæðið í Ármúla 6 utan af sér og hefur nú brugðist við þörfinni fyrir tilbúnar skrifstofur með nýjum samningum við Reginn um viðbótarhúsnæði í Tryggvagötu 11 og Ármúla 4.

<>

Með þessum samningum hefur Orange Project yfir að ráða 3.400 fermetrum af úrvals skrifstofuhúsnæði á tveimur frábærum stöðum í Reykjavík. Annars vegar í hjarta miðbæjarins og síðan við þá miklu lífæð verslunar og viðskipta sem Ármúlinn er. Þessi viðbót Orange-skrifstofurýmisins er tæplega150% stækkun á rúmu ári, bæði í fermetrum talið og fjölda skrifstofueininga. Þessi staðreynd segir meira en mörg orð.

Orange Project hefur nú þegar innréttað alla 2. hæð hins fornfræga húss Hafnarhvols, á horni Tryggvagötu, og breytt því í glæsilegt og nútímalegt skrifstofuhúsnæði. Saga þessa húss er nátengd sögu íslensks athafnalífs og því er Orange Project bæði heiður og ánægja að geta nú dælt þar inn nýju blóði frumkvöðla og eldhuga í viðskiptum.

Opnunin í Tryggvagötu er viðbragð okkar við mikilli eftirspurn innlendra og erlendra viðskiptavina sem hafa sýnt mikinn vilja til þess að koma sér fyrir í fyrsta flokks skrifstofurými í miðbæ Reykjavíkur

segir Tómas Hilmar Ragnarz, framkvæmdastjóri Orange Project.

Tómas segir Ármúla 6 löngu sprunginn og þessi mikla viðbót í fermetrafjölda sé því kærkomin og mikilvæg. Með viðbótinni sem fylgi Ármúla 4 og Tryggvagötu 11 fjölgi ekki aðeins skrifstofurýmum og fundarsölum svo um munar, heldur opnist einnig möguleikar á opnum og lifandi skrifstofurýmum og fundarsölum sem gagnast fyrirtækjum, félagasamtökum, fyrirlesurum og hverjum þeim sem þarf að eiga aðgang að fyrsta flokks vinnuaðstöðu og/eða halda árangursríka fundi í huggulegu umhverfi.

Orange Project er þegar byrjað að bóka skrifstofur í Tryggvagötu 11 og Ármúla 4. Tryggvagatan er tilbúin til útleigu nú þegar en Ármúlinn opnar í tveimur áföngum í janúar 2016. Fyrri hlutinn opnar 10. janúar og síðan bætast við skemmtilegar viðbætur eins Orange Lounge og Orange Café, kaffihús sem er opið almenningi. Orange Projcet leggur upp með að gæða Ármúlann nýju lífi og ýmsar nýjungar sem lyfta hleypa lífi í Ármúlann svo um munar og verða kynntar betur síðar.

„Lausnir og sveigjanleiki eru okkar aðalsmerki þannig að við erum með langtíma og skammtímalausnir fyrir allar gerðir fyrirtækja sem geta vaxið og stækkað innan Orange. Sama hvort þig vantar skrifstofu í hálftíma eða ár. Við getum mætt öllum þörfum og fundið lausnir sem henta hvaða fyrirtæki sem er. Reynsla síðustu mánaða hefur staðfest að eftirspurnin eftir fullbúnum skrifstofurýmum er mikil. Við bjóðum upp á einstaka möguleika á þessu sviði á Íslandi og samningarnir við Reginn tryggja að við getum mætt þessari auknu eftirspurn eftir tilbúnu skrifstofurými, þar sem allt er til alls, og verðum áfram leiðandi á þessu sviði á Íslandi,“ segir Tómas. „Orange Project stendur fyrir nýja hugsun og nýja nálgun í leigu á skrifstofurýmum á Íslandi.“

„Reginn lítur á samstarfið við Orange Project sem skemmtilega og nauðsynlega nýjung á leigumarkaði fyrir skrifstofuhúsnæði. Lausnir Orange höfða m.a. til leigjendahóps sem er utan núverandi markhóps Regins. Þetta eru t.d. innlendir og erlendir aðilar sem vegna sérstakra aðstæðna sækjast eftir tímabundnu, fullbúnu vönduðu skrifstofurými. Einnig hentar þessi lausn smærri fyrirtækjum, bæði nýjum sem og þeim sem þegar hafa fest sig í sessi og vilja meiri þjónustu en Reginn býður. Reginn hefur trú á að Orance og lausnir sem fyrirtækið er að bjóða séu komnar til að vera á markaðnum” segir Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn.

Heimild: Pressan.is