Home Fréttir Í fréttum Byggingavöruverslunin Bauhaus tapaði 610 milljónum á síðasta ári

Byggingavöruverslunin Bauhaus tapaði 610 milljónum á síðasta ári

100
0

Byggingavöruverslunin Bauhaus tapaði 610 milljónum á síðasta ári. Tapið var 19 milljónum minna en árið 2013.
Eignir félagsins í árslok námu 1,83 milljörðum króna, samanborið við 2,2 milljarða árið áður. Eigið fé í árslok var neikvætt um 1,83 milljarða, en árið 2013 var það neikvætt um 1,2 milljarða.

<>

Skuldir í árslok námu 3,7 milljörðum króna, samanborið við 3,4 milljarða árið áður. Afskriftir námu 76 milljónum á árinu, samanborið við 75,8 milljónir árið áður.

Í upphafi og í lok ársins voru hluthafar í félaginu tveir. BAHAG Baus Beteiligungsgellschaft mbH á 99 prósenta hlut í félaginu. Heildarhlutafé í árslok nam fjórum milljónum króna.

Heimild: Vísir.is