Home Í fréttum Niðurstöður útboða Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg

433
0
Teigsskógur í Reykhólasveit. mbl.is/Sigurður Bogi

Borg­ar­verk ehf. bauð lægst í útboði Veg­ar­gerðar­inn­ar um vega­gerð um Teigs­skóg.

<>

Til­boðið nam 1.235 millj­ón­um króna og var 86,3 pró­sent af áætluðum verk­taka­kostnaði.

Alls buðu fjór­ir verk­tak­ar í verkið.

Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Fram­kvæmd­irn­ar hafa reynst um­deild­ar. Land­eig­end­ur og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa meðal ann­ars mót­mælt gerð veg­ar­ins.

Tvö til­boð yfir áætluðum kostnaði

Auk Borg­ar­verks ehf. buðu Norður­tak ehf., Skúta­berg ehf., Suður­verk hf., og Íslensk­ir aðal­verk­tak­ar hf. í verkið. Til­boð þeirra tveggja síðar­nefndu voru yfir áætluðum verk­taka­kostnaði.

Vega­gerðin set­ur það skil­yrði að verk­inu skuli að fullu lokið þann 15. októ­ber 2023.

Heimild: Mbl.is