Home Fréttir Í fréttum Öryggi í vegavinnu ábótavant hér á landi

Öryggi í vegavinnu ábótavant hér á landi

138
0
Harpa segir að leggja verði meiri áherslu á lokanir til að tryggja öryggi starfsfólks. mbl.is/Hari

Ekki eru gerðar nógu mikl­ar kröf­ur varðandi ör­yggi starfs­fólks í vega­vinnu hér á landi. Meiri áhersla er á að halda uppi um­ferðar­hraða og greiða leið um­ferðar, held­ur en ör­yggi starfs­fólks. Aðeins sé tímaspurs­mál hvenær bana­slys verði hér á landi vegna þessa.

<>

Þetta seg­ir Harpa Þrast­ar­dótt­ir, um­hverf­is- ör­ygg­is- og gæðastjóri Colas á Íslandi, en fyr­ir­tækið sér­hæf­ir sig í mal­bik­un og gatna­fram­kvæmd­um.

Hún seg­ir að Colas á Íslandi sé ókleift að fylgja grunnör­ygg­is­regl­um sem Colas-sam­steyp­an set­ur, meðal ann­ars varðandi lok­an­ir, og því sé ekki hægt að tryggja ör­yggi starfs­fólks við vega­vinnu með full­nægj­andi hætti. Íslend­ing­ar séu eft­ir­bát­ar annarra Evr­ópuþjóða í þess­um efn­um.

Eng­ar varn­ir við holu­viðgerðir

„Við erum ekki að gera nógu mikl­ar kröf­ur. Ann­ars veg­ar erum við ekki að gera nógu mikl­ar kröf­ur á lok­an­ir, að það sé tryggt ör­yggi með næg­um lok­un­um. Það má ein­hvern veg­inn aldrei draga úr um­ferðar­hraða.

Það er alltaf verið að hugsa um að um­ferðin kom­ist hratt og ör­ugg­lega í gegn­um vinnusvæðin. Það verður oft mik­ill pirr­ing­ur á sumr­in og fólk kvart­ar yfir því að all­ar göt­ur séu lokaðar. En meðan erum við að fórna ör­yggi við vinn­una í staðinn,“ seg­ir Harpa í sam­tali við mbl.is.

„Hins veg­ar er það að þegar eru gerðar kröf­ur þá er ekki alltaf verið að fylgja því eft­ir að þess­ar lág­marks­kröf­ur séu upp­fyllt­ar. Ég var bara horfa út um glugg­ann í síðustu viku, þar sem var verið að vinna fyr­ir utan hjá okk­ur, og það voru eng­ar varn­ir á meðan þeir voru í holu­viðgerðum á veg­in­um.“

Í slík­um aðstæðum liggi ábyrgðin hjá fyr­ir­tækj­un­um og jafn­framt eft­ir­litsaðilum að gera ekki at­huga­semd­ir. Þeir séu þá ekki að sinna sínu eft­ir­lits­hlut­verki varðandi ör­ygg­is­mál.

Harpa seg­ir því starfs­fólk í vega­vinnu í mik­illi hættu. „Já, það er þannig, því miður.“

Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg beri ábyrgð

Í dag sendi hún út ákall fyr­ir hönd Colas á Íslandi þar sem skorað er á veg­hald­ara, eft­ir­litsaðila og aðra sem koma að vega­gerð að taka sig á í þess­um mál­um og bæta ástandið. Hún deildi áhyggj­um af stöðunni og benti á að ný­lega hefði orðið bana­slys í Póllandi þar sem ökumaður blindaður af sól keyrði inn á vinnusvæði Colas með þeim af­leiðing­um að starfsmaður lést.

Harpa seg­ir að Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg beri mikla ábyrgð á stöðunni eins og hún er.

Starfs­fólk við vega­vinnu get­ur verið í mik­illi hættu. mbl.is/​​Hari

„Vega­gerðin og Reykja­vík­ur­borg eru með nám­skeið um það hvernig á að loka veg­um og það er alltaf meiri fókus á það að draga ekki of mikið úr um­ferðar­hraða. Að fólk geti keyrt fram­hjá vinnusvæðunum í stað þess að draga meira úr hraðanum og leyfa fólk­inu sem er að vinna að vera ör­uggu.“

Í vinnu­regl­um Colas-sam­steyp­unn­ar, sem unnið er eft­ir í 49 lönd­um, er hins veg­ar kveðið á um að við vega­vinnu að loka eigi al­veg veg­um í þétt­býli ef ak­rein­ar eru þrjár eða færri.

Harpa seg­ir Íslend­inga eft­ir­báta annarra Evr­ópuþjóða þegar kem­ur að ör­yggi starfs­fólks við vega­vinnu. „Ég held að við séum eina landið hérna í Evr­ópu þar sem Colas er ekki að fylgja þeim regl­um sem Colas-sam­steyp­an set­ur sér varðandi lok­an­ir. Það þekk­ist ekki hér að loka svona mikið eins og eru grunn­regl­ur inn­an fyr­ir­tæk­is­ins.“

Heimild: Mbl.is