Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Bæjarráð Akranes samþykkir að ganga frá formlegum samningi við Fastefli vegna Sementsreits

Bæjarráð Akranes samþykkir að ganga frá formlegum samningi við Fastefli vegna Sementsreits

339
0

Bæjarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að gengið verði frá formlegum samningi við Fastefli ehf. vegna uppbyggingar á reit C og D í Sementsreitnum.

<>

Tilboð vegna útboðs á byggingarrétti á þessum svæðum voru opnuð þann 13. desember s.l.

Fastefli ehf. var með hagstæðasta tilboðið. Frá þeim tíma hefur átt sér stað könnun á uppfyllingu lögaðilans á kröfum samkvæmt útboðinu (fjárhagslegt hæfi o.fl.).

Í bókun bæjarráðs kemur eftirfarandi fram:

Bæjarráð telur að tilboðsgjafi Fastefli ehf. hafi lagt fram fullnægjandi gögn sem krafist var samkvæmt útboði þann 13. desember síðastliðinn.

Fyrir liggja eftirfarandi upplýsingar frá bjóðanda sbr. einnig skilmála útboðsins:

  • Viljayfirlýsing um staðgreiðslu tilboðsgjafa á byggingarréttargjaldi á C og D reit og staðfesting banka um fjármögnun vegna þess.
  • Greiðsla samtals að fjárhæð kr. 788.562.445, þar af kr. 219.101.677 fyrir C reit og kr. 569.460.768 fyrir D reit. Fjárhæðin kemur öll til greiðslu þann 18. mars 2022 og er núvirt.
  • Staðfesting banka á fjármögnun C reits (lánsloforð).
  • Viljayfirlýsing banka um fjármögnun vegna uppbyggingar á C og D reit.
  • Gert er ráð fyrir að staðfesting banka á fjármögnun D reits, verði lögð fram fyrir 1. desember 2022. Gangi það ekki eftir fellur úthlutun D reitar niður og úthlutunarréttur gengur tilbaka til Akraneskaupstaðar.
  • Framkvæmdir á D reit geta ekki hafist fyrr en fjármögnun liggur fyrir.
  • Ársreikningur tilboðsgjafa 2021.
  • Yfirlýsing um hæfi tilboðsgjafa sbr. 31. gr. innkaupareglna Akraneskaupstaðar.
  • Yfirlýsing tilboðsgjafa varðandi skil á greiðslum í lífeyrissjóði.
  • Yfirlýsing um reynslu og umfang tilboðsgjafa af byggingu íbúðarhúsnæðis.

Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá formlegum samningi við Fastefli ehf. um uppbygginguna og felur bæjarstjóra að undirrita samninga og e.a. aðra löggerninga þessu tengt.

Heimild:Skagafrettir.is