Home Fréttir Í fréttum Áform um endurbyggingu vegarins um Mikladal

Áform um endurbyggingu vegarins um Mikladal

140
0
Frá Patreksfirði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Til stend­ur að leggja bundið slitlag á tæp­lega fimm kíló­metra vegakafla milli Pat­reks­fjarðar og Tálkna­fjarðar fá­ist til þess leyfi.

<>

Vega­gerðin hef­ur í það minnsta sótt um fram­kvæmda­leyfi fyr­ir end­ur­bygg­ingu á 4,9 km kafla í  en bb.is vek­ur at­hygli á því í dag.

Þar seg­ir jafn­framt að skipu­lags- og um­hverf­is­ráð Vest­ur­byggðar hafi tekið er­indið fyr­ir og leggi til við bæj­ar­stjórn að fram­kvæmda­leyfið verði veitt.

Ef af verður gætu verklok orðið í sept­em­ber 2023 en áætlað er að leggja bundið slitlag á tvo kíló­metra á þessu ári og þrjár kíló­metra á næsta ári.

Um­tals­verðar skemmd­ir hafa orðið á veg­in­um á síðustu árum en þar hef­ur um­ferð flutn­inga­bíla auk­ist tals­vert með aukn­um um­svif­um í at­vinnu­líf­inu á svæðinu.

Heimild:Mbl.is