Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Framkvæmdir við gatnagerð í Unnargrund

Opnun útboðs: Framkvæmdir við gatnagerð í Unnargrund

620
0
Unnargrund Mynd: Arkitektastofan OG

Lögð fram tilboð frá eftirfarandi aðilum í framkvæmdir við Unnargrund.
17.11.2015 kl. 08:00

<>

Tilboð bárust frá:
Loftorka Reykjavík, ehf. kr. 253.853.300
GT-hreinsun, ehf. kr. 264.661.210
Urð og grjót, ehf. kr. 241.926.100
Grafa og grjót, ehf. kr. 237.799.400
Jarðvél sf. kr. 245.445.000
Ístak, hf. kr. 283.200.058
Hálsafell ehf. kr. 234.222.400

Kostnaðaráætlun hönnuða kr. 358.860.000

Lagt er fram bréf Húnboga J. Andersen, lögfræðings, f.h. Gröfu og grjóts ehf. þar sem ábendingu er komið á framfæri um fjárhagsstöðu lægstbjóðanda, dags. 16.11.2015.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og bæjarverkfræðingi að yfirfara nánar framlögð tilboð. Afgreiðslu frestað.

 

24.11.2015 kl. 08:00

Lögð fram að nýju tilboð í framkvæmdir við gatnagerð í Unnargrund.

Lagt er fram bréf Hálsafells ehf, um fjárhagslega stöðu félagsins, dags. 18. nóvember sl.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarverkfræðingi að leita samninga við lægstbjóðanda Hálsafell ehf. á grundvelli tilboðs fyrirtækisins en gæta skal að biðtíma vegna samningsgerðar samkvæmt 76. gr. laga um opinber innkaup nr. 84/2007.

Bæjarráð samþykkir með vísan til 5. mgr. 20. gr. í innkaupareglum Garðabæjar að víkja frá skilyrði um jákvæða eiginfjárstöðu enda er það mat bæjarráðs að félagið hafi bæði fjárhags- og tæknilega getu til að framkvæma verkið.