Home Fréttir Í fréttum Samgöngur við Vesturbyggð: Stækka þarf höfnina á Brjánslæk

Samgöngur við Vesturbyggð: Stækka þarf höfnina á Brjánslæk

113
0
„Brjánslækjarhöfn er flöskuháls inn og út úr Vesturbyggð,“ segir Valgeir Davíðsson íbúi á Barðaströnd. Hann segir breytingar á Brjánslækjarhöfn nauðsynlegar til að mæta auknu álagi á höfnina. Hann vakti nýverið athygli á málum hafnarinnar á fundi Hafnarstjórnar Vesturbyggðar.

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar tekur undir með Valgeiri: „Eftir að skipið [Baldur] stækkaði fjölgaði farþegum óneitanlega mjög mikið. Svo er þarna útgerð líka. Til að þetta nái að fara saman þá þarf aðstaðan að stækka.“ Nýr og stærri Baldur leysti eldri Baldur af hólmi á síðasta ári og siglir auknum fjölda ferðamanna frá Stykkishólmi um Flatey til Brjánslækjar.

<>

Ásthildur segir að nú sé unnið í nýju deiliskipulagi og undir samgönguyfirvöldum komið að leggja til fjármagn. Með því deiluskipulagi verður leitast við að sameina útgerð og fólksflutninga á höfninni. Í bókun Valgeirs af fundi hafnarstjórnar segir: „Sköffum smábátasjómönnum góða aðstöðu við gömlu bryggjuna svo þeir þyki ekki fyrir eins og var í sumar og um leið bætum við aðgengi fyrir bíla af öllum stærðum og fyrir ferðamenn að komast klakklaust leiðar sinnar.“ Hann bendir jafnframt á að ferðamönnum muni fjölga áfram og ásamt mikilli aukningu á framleiðslu í fiskeldi muni vöruflutningar einnig aukast.

Hinn flöskuhálsinn er vegur um Ódrjúgsháls og Hjallaháls sem mikið hefur verið deilt um. Tillögur að veglínum sem eiga að leysa vegina um hálsana af hólmi hafa verið umdeildar, til dæmis sú sem liggur um Teigskóg.

 Heimild: Rúv.is