Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir í Holtahverfi á Akureyri: Losun klappar

Framkvæmdir í Holtahverfi á Akureyri: Losun klappar

408
0
Ljósmynd frá fyrstu skóflustungu að nýju Holtahverfi.

Framkvæmdir standa yfir við gatna- og lagnagerð í Holtahverfi norður. Unnið hefur verið að uppgreftri í Þursa- og Hulduholti og er stefnt að því að ljúka uppgreftrinum í fljótlega.

<>

Í framhaldinu hefst vinna við losun klappar. Klöppin verður fleyguð og við það skapast nokkur hávaði. Verkið verður unnið á virkum dögum, af og til í febrúar, á milli kl. 8 og 18.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdin mun valda.

Fyrsta skóflustunga að nýju íbúðahverfi var tekin í byrjun janúar en í heild er gert ráð fyrir um 300 íbúðum á svæðinu. Sjá nánar með því að smella hér.

Heimild: Akureyri.is