Home Fréttir Í fréttum Samgöngukerfið fylgi þróun þjóðfélags

Samgöngukerfið fylgi þróun þjóðfélags

78
0
Bergþóra Þorkelsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Okk­ar verk­efni eru að byggja upp og reka sam­göngu­kerfi sem fylg­ir örri þróun þjóðfé­lags­ins,“ seg­ir Bergþóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar. „Auk­in um­svif í ferðaþjón­ustu og breytt­ir at­vinnu­hætt­ir kalla á aukna upp­bygg­ingu og þjón­ustu.

<>

Meiri áhersla á val­kosti sem hvetja til virkra sam­göngu­máta kalla á upp­bygg­ingu sam­göngu­kerfa fyr­ir önn­ur far­ar­tæki en bíl­inn svo sem hjóla- og göngu­stíga. Þörf­in fyr­ir góðar sam­göng­ur er rík og vilji okk­ar sá að gera jafn mikið og hægt er fyr­ir þá fjár­muni sem til ráðstöf­un­ar eru hverju sinni.“

Um­bæt­ur á höfuðborg­ar­svæði

Fram­kvæmda­fé Vega­gerðar­inn­ar í ár er um 17 millj­arðar króna, borið sam­an við 23 ma. kr. í fyrra. Bergþóra seg­ir að í sam­drætti þess­um verði þó að taka til­lit til þess að tveir ma. kr. hafi verið færðir frá sam­göngu­áætlun til Betri sam­gangna ohf. sem halda utan um sam­göngusátt­mála höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Vega­gerðin ann­ast und­ir­bún­ing og fram­kvæmd verka fyr­ir fé­lagið sem áætl­ar verk­leg­ar fram­kvæmd­ir fyr­ir þrjá ma. kr. á þessu ári.

Lengi hef­ur verið kallað eft­ir rót­tæk­um um­bót­um í sam­göngu­mál­um á höfuðborg­ar­svæðinu, svo um­ferð þar verði greiðari. Slíkt þykir nú komið í fram­vindu með sátt­mál­an­um.

Stærsta verk­efni und­ir merkj­um sátt­mál­ans árið 2022 er upp­bygg­ing á þriðja og síðasta áfanga Arn­ar­nes­veg­ar. Kafl­inn sá er frá Rjúpna­vegi í Kópa­vogi að Breiðholts­braut í Reykja­vík og er um 1,3 km.

Önnur verk­efni á höfuðborg­ar­svæðinu ná­lægt í tíma eru Sæ­braut­ar­stokk­ur, frá Elliðaár­dal og um einn km í átt að Voga­hverfi. Fram­kvæmd­ir hefjast eft­ir um tvö ár. Sam­hang­andi því er end­ur­gerð gatna­móta Bú­staðaveg­ar og Reykja­nes­braut­ar við Sprengisand.

Fram­kvæmd­ir við Vest­ur­lands­veg í Mos­fells­bæ hefjast svo á næst­unni, en þar er verið að ljúka breikk­un og aðskilnaði akst­urs­stefna í ör­ygg­is­skyni.

Byrja á borg­ar­línu

„For­hönn­un fyrstu lotu borg­ar­línu er haf­in. Gert er ráð fyr­ir því að hönn­un Foss­vogs­brú­ar fari fram á þessu ári og fram­kvæmd­ir á því næsta. Brú­in er ætluð al­menn­ings­sam­göng­um, gang­andi og hjólandi og verður sterkt kenni­mark í um­hverf­inu. Mun jafn­framt stór­bæta um­ferðarflæði nærri HR. Brú­in nýja mun marka tíma­mót í mörgu til­liti,“ til­tek­ur Bergþóra.

Í ná­grenni borg­ar­inn­ar í næstu framtíð eru svo fram­kvæmd­ir við ann­an áfanga breikk­un­ar Vest­ur­lands­veg­ar á Kjal­ar­nesi og Reykja­nes­braut­ar frá Hafnar­f­irði og suður fyr­ir Straums­vík.

Í vega­gerð hef­ur lengi verið áherslu­mál að fækka ein­breiðum hættu­leg­um brúm. Í ár koma tví­breiðar brýr yfir þrjú fljót í Vest­ur-Skafta­fell­sýslu; það er Jök­ulsá á Sól­heimas­andi, Hverf­is­fljót og Núpsvötn.

Þá standa nú yfir fram­kvæmd­ir við nýja brú yfir Stóru-Laxá í Hrepp­um. Inn­an tíðar verður gengið frá samn­ing­um um vega­gerð við Horna­fjörð, þar sem þrjár ein­breiðar brýr fara úr um­ferð en í staðinn koma fjór­ar tví­breiðar, það er yfir Djúpá, Horna­fjarðarfljót, Hof­fellsá og Bergá.

Útfæra sam­vinnu­verk­efni

Rétt eins og fólk hef­ur gjarn­an mikl­ar mein­ing­ar um hvernig vega­gerð skuli háttað hafa líka marg­ir sterk­ar skoðanir á not­enda­gjöld­um af sam­göngu­mann­virkj­um. Sá hátt­ur verður m.a. á hafður á nýj­um veg­kafla á hring­vegi um Horn­ar­fjarðarfljót, nýrri Ölfusár­brú við Sel­foss og á nýj­um vegi yfir Öxi aust­ur á landi.

Gert er ráð fyr­ir að ljúka samn­ing­um um fram­kvæmd­ir við Horna­fjarðarfljót í vor en kynn­ing­ar­fund­ir með fjár­fest­um og verk­tök­um verða haldn­ir nú í fe­brú­ar sem marka upp­haf fer­ils hinna verk­efn­anna, samn­ing­ar verða vænt­an­lega und­ir­ritaðir í byrj­un næsta árs.

„Við höf­um skoðað ýms­ar út­færsl­ur sam­vinnu­verk­efna, þar sem leitað er sam­starfs við einkaaðila um fram­kvæmd og fjár­mögn­un. Þetta eru skil­greind verk­efni þar sem einkaaðilar taka að sér ýmsa þætti svo sem fjár­mögn­un, hönn­un, fram­kvæmd eða rekst­ur. Verk­efn­in eru að jafnaði fjár­mögnuð að hluta með not­enda­gjöld­um.

Við horf­um meðal ann­ars til þess hvernig Dan­ir og Norðmenn standa að mál­um. Þarna þarf að finna hag­kvæma út­færslu svo að veg­gjöld geti verið sem lægst. Þetta verður til dæm­is leiðarljósið í und­ir­bún­ingi vegna nýrr­ar brú­ar yfir Ölfusá, sem við ger­um ráð fyr­ir að verði til­bú­in árið 2025. Ég hef í sjálfu sér ekk­ert fyr­ir mér í því, annað en til­finn­ing­una, en mér finn­ast viðhorf­in gagn­vart veg­gjöld­um vera að breyt­ast. Andstaðan sem finna mátti fyrst virðist ekki jafn mik­il og áður.“

Vetr­arþjón­ust­an er dýr

Nú á fyrstu mánuðum árs­ins er allra veðra von. Á eirðarlaus­um tím­um á 21. öld er mik­il­vægt að leiðir séu greiðfær­ar. Því eru mikl­ar kröf­ur gerðar til Vega­gerðar­inn­ar sem á sl. ári varði 3,4 mö. kr. í vetr­arþjón­ustu, sem er stýrt frá stöðvum Vega­gerðar í Garðabæ og á Ísaf­irði. Fjöl­farn­ir staðir eru í mynd og mæl­ing­um svo hægt er að fylgj­ast með og stýra þjón­ustu eft­ir því.

„Vorið 2021 var óvenju­létt og það hjálpaði okk­ur að ná jafn­vægi í fjár­hag. Þó var haustið í fyrra og nýliðinn janú­ar­mánuður þung­ur og auk­in þörf á hálku­vörn­um. Í ár áætl­um við að setja 3,8 ma. kr. í vetr­arþjón­ust­una.

Óskir um aukna þjón­ustu vaxa stöðugt en þar ráða meðal ann­ars breyt­ing­ar á notk­un vega­kerf­is­ins. Sveit­ar­fé­lög og skól­ar hafa verið sam­einuð og fólk sæk­ir at­vinnu um lengri veg. Þá er mik­il at­vinnu­upp­bygg­ing á lands­byggðinni, svo sem í sjáv­ar­út­vegi, fisk­eldi og ferðaþjón­ustu, sem kall­ar á aukna þjón­ustu að vetri,“ seg­ir Bergþóra.

Rýna reynslu úr Reyk­hóla­sveit

Nú eru fram­kvæmd­ir við nýj­an Vest­fjarðaveg í Reyk­hóla­sveit komn­ar vel á veg, það er þver­un fjarða og vega­gerð um Teigs­skóg. Um 20 ár hef­ur tekið að koma verk­efn­inu yfir hindr­an­ir leyf­is­veit­inga, kæru­mála og slíks. Taf­ir hafa verið mikl­ar og af því seg­ir for­stjóri Vega­gerðar­inn­ar brýnt að draga lær­dóm.„Reynsl­an úr Reyk­hóla­sveit er sú að rýna þarf í sam­spil þeirra þátta sem geta haft áhrif á nauðsyn­leg innviðaverk­efni og fram­gang þeirra,“ seg­ir Bergþóra. „Auðvitað vilja all­ir vanda til verka og taka til­lit til ólíkra sjón­ar­miða. Hjá Vega­gerðinni er til dæm­is al­gengt að breyt­ing­ar verði á end­an­legri hönn­un vega eft­ir að drög eru kynnt. Samt þarf fer­ill­inn að vera þannig að niðurstaða fá­ist án ára­langra tafa, þótt skoðanir séu skipt­ar.“