Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdunum miðar vel við stækkun Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

Framkvæmdunum miðar vel við stækkun Síldarvinnslunnar í Neskaupstað

83
0
Framkvæmdir við löndunarhús og stækkun fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað ganga vel. Nýja verksmiðjuhúsið, sem er í byggingu, sést vel á myndinni. Ljósm. Guðlaugur Björn Birgisson

Sl. vor hófust framkvæmdir við stækkun fiskimjölsverksmiðju og löndunarhúss Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

<>

Löndunarhúsið er stækkað um 300 fermetra og í því komið upp búnaði sem mun tvöfalda afköstin við vinnslu á loðnuhrognum.

Stækkun verksmiðjunnar er hins vegar skipt í tvo áfanga. Í fyrri áfanganum er reist 2000 fermetra verksmiðjuhús og komið upp lítilli verksmiðjueiningu sem á að geta afkastað 380 tonnum á sólarhring.

Litlu verksmiðjueiningunni er fyrst og fremst ætlað að vinna afskurð frá fiskiðjuveri fyrirtækisins auk þess sem hún mun nýtast vel við þróunarverkefni.

Í síðari áfanganum verður komið upp búnaði sem eykur afkastagetu verksmiðjunnar úr 1.800 tonnum á sólarhring í 2.380 tonn.

Verður búnaðinum í nýja verksmiðjuhúsinu komið upp í áföngum án þess að það hafi áhrif á framleiðslustarfsemina þannig að framleiðsla á fiskimjöli og lýsi verður stöðug þrátt fyrir umfangsmiklar framkvæmdir.

Um þessar mundir er unnið að uppsetningu vélbúnaðar í löndunarhúsinu og jafnframt byggingu verksmiðjuhússins.

Nýja verksmiðjuhúsið er stálgrindarhús. Grindin er risin og er byrjað að klæða veggi þess.

Heimild: SVN.is