Home Fréttir Í fréttum Bjössi ehf. selur 65 milljóna lóð í Garðabænum

Bjössi ehf. selur 65 milljóna lóð í Garðabænum

289
0

Fyr­ir­tækið Bjössi ehf., sem er í eigu Björns Sig­urðsson­ar, hef­ur sett lóð við Stein­prýði 6 í Garðabæn­um á sölu. Stein­prýði er í prýða hverf­inu í Garðabæn­um sem er á vinstri hönd þegar keyrt er út á Álfta­nes.

<>

Um er að ræða 1790 fm lóð, sem er mjög stór miðan við hefðbundn­ar ein­býl­is­húsalóðir. Fyr­ir­tækið keypti lóðina í sept­em­ber í fyrra.

Í raun er lóðin ígildi þriggja lóða en það kem­ur fram í aug­lýs­ingu að ein­ung­is sé leyfi til að byggja eitt stórt hús á lóðinni. Húsið má þó vera á tveim­ur hæðum.

Bjössi ehf. er jarðvinnslu­fyr­ir­tæki sem hef­ur verið í ýms­um verk­efn­um síðustu ár og mest unnið fyr­ir Kópa­vogs­bæ og Reykja­vík­ur­borg.

Auk þess að vera í jarðvegs­skipt­um er fyr­ir­tækið með véla­leigu, skipt­ir um dren, er í sólpalla­smíði, mal­bik­un, grjót­hleðslu og vinn­ur við snjómokst­ur.

Hægt er að skoða lóðina nán­ar á fast­eigna­vef mbl.is: Stein­prýði 6

Heimild: Mbl.is