Fyrirtækið Bjössi ehf., sem er í eigu Björns Sigurðssonar, hefur sett lóð við Steinprýði 6 í Garðabænum á sölu. Steinprýði er í prýða hverfinu í Garðabænum sem er á vinstri hönd þegar keyrt er út á Álftanes.
Um er að ræða 1790 fm lóð, sem er mjög stór miðan við hefðbundnar einbýlishúsalóðir. Fyrirtækið keypti lóðina í september í fyrra.
Í raun er lóðin ígildi þriggja lóða en það kemur fram í auglýsingu að einungis sé leyfi til að byggja eitt stórt hús á lóðinni. Húsið má þó vera á tveimur hæðum.
Bjössi ehf. er jarðvinnslufyrirtæki sem hefur verið í ýmsum verkefnum síðustu ár og mest unnið fyrir Kópavogsbæ og Reykjavíkurborg.
Auk þess að vera í jarðvegsskiptum er fyrirtækið með vélaleigu, skiptir um dren, er í sólpallasmíði, malbikun, grjóthleðslu og vinnur við snjómokstur.
Hægt er að skoða lóðina nánar á fasteignavef mbl.is: Steinprýði 6
Heimild: Mbl.is