Home Fréttir Í fréttum Útboðsþing SI í beinu streymi

Útboðsþing SI í beinu streymi

240
0

Útboðsþing SI sem haldið er haldið í samstarfi við Félag vinnuvélaeigenda og Mannvirki – félag verktaka verður í beinu streymi föstudaginn 21. janúar kl. 13–15.

<>

Á Útboðsþingi SI verða kynnt fyrirhuguð útboð ársins 2022 á verklegum framkvæmdum opinberra aðila.

Þinginu er streymt og fá þau sem skrá sig á vef SI sendan hlekk á streymið. Hér er hægt að skrá sig á þingið.

Dagskrá

  • Fundarstjórn Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Ávarp Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra
  • Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
  • Framkvæmdasýslan-Ríkiseignir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri
  • Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri
  • Orka náttúrunnar Óskar Friðrik Sigmarsson, forstöðumaður Stefnu og árangurs
  • Landsvirkjun Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda
  • Faxaflóahafnir Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs
  • Vegagerðin Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar
  • Landsnet Unnur Helga Kristjánsdóttir, forstöðumaður framkvæmda
  • NLSH Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri
  • Veitur Katrín Karlsdóttir, leiðtogi verkefnastjóra
  • Isavia Jón Kolbeinn Guðjónsson, deildarstjóri Hönnunar og framkvæmda
  • Samantekt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI