Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Reykjanes Invest bauð best í þróunarreit í Reykjanesbæ

Reykjanes Invest bauð best í þróunarreit í Reykjanesbæ

505
0

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt tilboð frá Reykjanes Investment ehf. í þróunarreit við Grófina 2.

<>

Tvö tilboð bárust í þróunarreitinn, frá Reykjanes Invest upp á 251 milljón króna og frá Húsagerðinni ehf. upp á 114 milljónir króna.

Tilboðin hafa verið yfirfarin með tilliti til þess hvernig hugmyndir falla að uppbyggingu umliggjandi svæða eins og þau koma fram í fyrirliggjandi vinnslutillögu endurskoðunar aðalskipulags Reykjanesbæjar 2020 – 2035.

Þá var sérstaklega litið til þess hvaða hugmynd myndi best styðja við þá framtíðarsýn að landnotkun þróist í blandaða byggð íbúða, sérverslana, veitingastarfsemi og þjónustu sem tengist hafnarstarfsemi og ferðaþjónustu.

Auk þess var litið til þess hvernig framkomnar hugmyndir kallast á við einkenni og ásýnd svæðisins í heild.

Kjartani Má Kjartanssyni bæjarstjóra og Unnari Steini Bjarndal bæjarlögmanni hefur verið falið að ganga til kaupsamningsgerðar og er bæjarstjóra falið að undirrita kaupsamninginn fyrir hönd sveitarfélagsins.

Heimild: Sudurnes.net