Home Fréttir Í fréttum Hafna eina tilboðinu í nýja bryggju á Eskifirði

Hafna eina tilboðinu í nýja bryggju á Eskifirði

228
0
Mynd: Austurfrett.is

Hafnarstjórn Fjarðabyggðar hefur hafnað eina tilboðinu sem barst í byggingu nýrrar bryggju á Eskifirði.

<>

Tilboð í verkefnið voru opnuð fyrr í þessum mánuði en um er að ræða byggingu nýrrar Frystihúsbryggju.

Eina tilboðið sem barst, frá MVA ehf., reyndist töluvert hátt yfir kostnaðaráætlun sveitarfélagsins eða alls 163 prósent af þeirri áætlun.

Áfram er þó stefnt að því að leita samninga við MVA ehf. eftir að búið verður að yfirfara upphaflega kostnaðaráætlun að nýju.

Heimild; Austurfrett.is