Home Fréttir Í fréttum FS fær 113 stúdíóíbúðir í Sögu

FS fær 113 stúdíóíbúðir í Sögu

149
0
Félagsstofnun stúdenta festi kaup á fjórum hæðum í nýrri álmu Bændahallarinnar. Þar verða 113 stúdíóíbúðir fyrir námsmenn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fé­lags­stofn­un stúd­enta (FS) mun fá í sinn hlut fjórðu til sjö­undu hæð norðurálmu Hót­el Sögu. Þar verða út­bún­ar 113 litl­ar stúd­íó­í­búðir. Fé­lags­stofn­un stúd­enta er með veit­inga­sölu í há­skól­an­um und­ir merkj­um Hámu.

<>

Hef­ur fé­lagið óskað eft­ir því að fá aðstöðu til veit­ing­a­rekst­urs á fyrstu hæð hót­els­ins, þar sem hót­elið var með veit­inga­hús, og seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn að það sé til at­hug­un­ar hjá Há­skóla Íslands.

Fé­lags­stofn­un keypti 27% af Hót­el Sögu á móti rík­inu sem mun af­henda Há­skóla Íslands þann hluta í maka­skipt­um fyr­ir önn­ur hús há­skól­ans. Kaup­verðið á hlut FS er um 1,3 millj­arðar.

Að auki þarf fé­lagið að kosta viðgerðir á sín­um hlut og breyt­ing­ar á hús­næðinu vegna nýrra nota. Til að mynda eru raka­skemmd­ir víða í hús­inu vegna þakleka. Guðrún Björns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags­stofn­un­ar stúd­enta, seg­ir enn nokkuð óljóst hvað end­ur­bæt­urn­ar muni kosta en frumdrög geri ráð fyr­ir 900 millj­ón­um kr. Von­ast hún þó til að kostnaður­inn verði held­ur minni.

Ekki þarf að brjóta veggi

Í hús­hluta FS eru nú 113 rúm­góð hót­el­her­bergi. Þau verða öll end­ur­nýjuð og sett upp eld­húsaðstaða. Ekki þarf að brjóta niður veggi til að sam­eina her­bergi og út úr þessu munu koma 113 til­tölu­lega litl­ar stúd­íó­í­búðir.

Fé­lags­stofn­un mun fá hús­næðið af­hent í áföng­um á næstu vik­um og mánuðum og þá verður haf­ist handa við að kanna nán­ar ástand eign­ar­inn­ar, gera við og end­ur­bæta. Guðrún von­ast til þess að hægt verði að taka íbúðirn­ar í notk­un í upp­hafi árs­ins 2023, það er að segja eft­ir rúmt ár.

Stúd­enta­í­búðirn­ar eru aug­ljós­lega á mjög góðum stað, í útjaðri há­skóla­svæðis­ins. Guðrún seg­ir að leig­an verði sú sama og fyr­ir sam­bæri­leg­ar íbúðir hjá Fé­lags­stofn­un, um 115-120 þúsund á mánuði miðað við verðlag í dag.

Hag­stæð lán frá HMS

Húsið er keypt sam­kvæmt lög­um um al­menn­ar leigu­íbúðir, út á hag­stæð lang­tíma­lán hjá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un.

Guðrún seg­ir að kostnaðarrammi fyr­ir fram­kvæmd­ir sé þröng­ur og verði íbúðirn­ar í Hót­el Sögu í hærri kant­in­um í þeim ramma, eins og aðrar fram­kvæmd­ir hjá Fé­lags­stofn­un sem rek­ur nú um 1.500 leigu­íbúðir fyr­ir náms­menn. Hún seg­ist þó full bjart­sýni um að kostnaður­inn verði inn­an ramm­ans, enda verði svo að vera. Ekki sé hægt að hækka leig­una.

Heimild: Mbl.is