Home Fréttir Í fréttum Uppbyggingu á Metró-lóð vel tekið

Uppbyggingu á Metró-lóð vel tekið

164
0
Svona sjá arkitektarnir fyrir sér að húsið á mótum Suðurlandsbrautar og Skeiðarvogs muni líta út. Borgarlínan er á miðri Suðurlandsbraut. Tölvumynd/Trípólí arkitektar

Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í hug­mynd­ir fast­eigna­fé­lags­ins Reita um bygg­ingu íbúðar­húsa á lóðinni Suður­lands­braut 56.

<>

Á lóðinni stend­ur nú veit­inga­húsið Metró, sem myndi víkja fyr­ir íbúðabyggð ef áformin ná fram að ganga.

Eins og fram kom í frétt í Morg­un­blaðinu 18. nóv­em­ber sl. hef­ur lóðar­haf­inn, Reit­ir, látið vinna til­lögu að upp­bygg­ingu á lóðinni í sam­starfi við Trípólí arki­tekta. Þetta sé vannýtt lóð á frá­bær­um stað í borg­inni með mikla þró­un­ar­mögu­leika.

Íbúðir verði 87 tals­ins

Um er að ræða til­lögu að sam­göngumiðuðu skipu­lagi sem flétt­ar ný­bygg­ingu og al­menn­ings­rými sam­an við fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á Suður­lands­braut.

Til­lag­an geri ráð fyr­ir sam­spili og teng­ingu við biðstöð borg­ar­línu og að hring­torg við gatna­mót Suður­lands­braut­ar og Skeiðar­vogs verði aflagt ásamt aðrein frá hring­torgi inn í Skeif­una. Gert sé ráð fyr­ir torg­rými, borg­arg­arði og 87 íbúðum í tveim­ur sam­tengd­um 5-7 hæða bygg­ing­um auk 1.300 fm af versl­un­ar- og þjón­ustu­rými.

Stærð íbúðanna verður á bil­inu 45-135 fer­metr­ar. Mark­mið til­lög­unn­ar sé að búa til kenni­leiti, aðdrátt­ar­afl og mik­il­væg­an tengipunkt fyr­ir gang­andi og hjólandi veg­far­end­ur sem eiga leið í Skeif­una.

Fram kem­ur í grein­ar­gerð verk­efn­is­stjóra skipu­lags­full­trúa að í gild­andi deili­skipu­lagi fyr­ir Skeif­una sé ekki reiknað með nein­um breyt­ing­um á lóðinni. Ramma­skipu­lag fyr­ir Skeif­una miði hins veg­ar að breyttri þróun á svæðinu.

Þar er miðað við breytta upp­bygg­ingu á lóðinni/​reitn­um, m.a. með 187 íbúðum og tæp­lega 35.000 fer­metra bygg­ing­ar­magni á lóðunum Suður­lands­braut 46-56 og Fáka­feni 9-11.

Heimild: Mbl.is