Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Stækka flugstöðina á Akureyrarflugvelli

Stækka flugstöðina á Akureyrarflugvelli

49
0
Isavia Innanlandsflugvellir og Byggingafélagið Hyrna hafa undirritað samning um smíði viðbyggingar við flugstöðina á Akureyrarflugvelli. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Isa­via Inn­an­lands­flug­vell­ir og Bygg­inga­fé­lagið Hyrna hafa und­ir­ritað samn­ing um smíði viðbygg­ing­ar við flug­stöðina á Ak­ur­eyr­arflug­velli. Þetta kem­ur fram í sam­eig­in­legri til­kynn­ingu.

Kostnaður við verkið nemi rúm­um 810 millj­ón­um
Samn­ings­upp­hæðin fyr­ir verkið er 810,5 millj­ón­ir króna. Það voru þau Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Isa­via Inn­an­lands­flug­valla, og Örn Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Hyrnu, sem und­ir­rituðu samn­ing­inn í flug­stöðinni á Ak­ur­eyr­arflug­velli í dag.

Í ver­káætl­un er gert ráð fyr­ir að fram­kvæmd­ir hefj­ist í lok mars næst­kom­andi og þeim verði lokið í byrj­un ág­úst 2023.

Þá er verk­efn­inu skipt niður í þrjá áfanga. Sá fyrsti snýr að nýrri viðbygg­ingu við flug­stöðina. Í öðrum áfanga verður nú­ver­andi komu­svæði flug­stöðvar­inn­ar end­ur­byggt og þar er áætlað að nýtt inn­rit­un­ar­svæði verði.

Nýtt skyggni og tösku­bíla­skýli verður þá einnig byggt með til­heyr­andi mal­bik­un. Í þriðja og síðasta áfanga verða nú­ver­andi inn­rit­un­ar­svæði og skrif­stofu­hluti end­ur­byggð.

Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Isa­via inn­an­lands­flug­valla, og Örn Jó­hanns­son, fram­kvæmda­stjóri Bygg­inga­fé­lags­ins Hyrnu. Ljós­mynd/​Aðsend

Seg­ir þjón­ustu við farþega muni batna til muna
Haft er eft­ir Sigrúnu Björk að það sé afar ánægju­legt að taka þetta næsta og mik­il­væga skref í upp­bygg­ingu Ak­ur­eyr­arflug­vall­ar. Um sé að ræða stórt verk­efni, nán­ar til­tekið 1.100 fer­metra viðbygg­ingu við flug­stöðina og um leið bætta aðstöðu fyr­ir lög­reglu, toll, frí­höfn og veit­ingastað.

„Þjón­usta við farþega og flug­fé­lög batn­ar til muna og við hlökk­um til að taka þessa breyttu og bættu flug­stöð í gagnið síðsum­ars 2023.“

Þá er haft eft­ir Erni að þau hjá Hyrnu séu afar spennt að hefjast handa við þetta mik­il­væga verk­efni. Ver­káætl­un liggi fyr­ir og starfs­fólk Hyrnu sé reiðubúið að setja allt í gang.

„Það er einkar ánægju­legt að taka þátt í að hleypa þessu verk­efni af stokk­un­um hér í dag. Þetta er eitt af mín­um síðustu verk­efn­um hjá Hyrnu nú þegar ég læt af störf­um um ára­mót­in eft­ir rúm­lega fimm ára­tuga starf. Það verður ánægju­legt að sjá þessa stækk­un rísa.“

Heimild: Mbl.is

Previous articleHafna eina tilboðinu í nýja bryggju á Eskifirði
Next articleBorgin byggði á gömlum upplýsingum og því bótaskyld