Home Fréttir Í fréttum 50 milljónir í leigu vegna lekans

50 milljónir í leigu vegna lekans

79
0
Gríðarlegt vatnstjón varð í Háskóla Íslands í janúar en ekki er enn orðið ljóst hver ber ábyrgð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Há­skóli Íslands hef­ur metið kostnað vegna leigu á hús­næði fyr­ir þá starf­semi sem varð úti vegna vatnslek­ans síðastliðið vor, á 50 millj­ón­ir króna. Þetta seg­ir Jón Atli Bene­dikts­son rektor Há­skóla Íslands.

<>

Enn er beðið eft­ir mats­skýrslu dóm­kvaddra mats­manna um um­fang tjóns­ins og er enn óljóst hver ber ábyrgðina. En hvers vegna hef­ur ekki enn verið ráðist í fram­kvæmd­ir?

„Okk­ar lög­menn hafa lagt áherslu á að bíða vegna þess að við vilj­um ekki skemma sönn­un­ar­gögn á vett­vangi,“ seg­ir Jón.

Hann seg­ir málið leggj­ast þungt á starfslið og nem­end­ur skól­ans enda allt Há­skóla­torg ónot­hæft á meðan beðið er með viðgerðir.

Munu sækj­ast eft­ir bót­um fyr­ir leig­una líka

Þetta hef­ur valdið því að há­skól­inn hef­ur þurft að taka hús­næði á leigu fyr­ir sam­tals 50 millj­ón­ir króna.

Munuð þið sækj­ast eft­ir bót­um fyr­ir þann kostnað líka?

„Já, við mun­um sækja þetta, líka af­leidda tjónið. Það er eng­in spurn­ing. Við vilj­um fá botn í þetta sem allra fyrst,“ seg­ir Jón í lok­in.

Heimild: Mbl.is