Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Endurnýjun A og B deilda HVE ganga vel

Endurnýjun A og B deilda HVE ganga vel

147
0
Verið er að ljúka við að byggja ofan á heilsugæsluna en þar kemur ný skurðstofa. Ljósm. frg.

Framkvæmdir við endurnýjun A og B deilda Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi ganga vel.

<>

A deildin, lyflækningadeild, er mun lengra komin og er gert ráð fyrir að deildin verði tilbúin og afhent til notkunar um miðjan desember.

Þá er reiknað með að B deild verði tilbúin í lok febrúar á næsta ári.

Að sögn Halldórs B Hallgrímssonar, deildarstjóra húsnæðis og tækja hjá HVE, voru endurbæturnar löngu orðnar tímabærar en segja má að húsnæðið hafi verið tekið í gegn frá A til Ö.

Allt var hreinsað út og endurnýjað, innréttingar, gólfefni, milliveggir og fleira. Þríbýli verða nú ýmist einmennings herbergi eða tveggja manna.

Heimild: Skessuhorn.is