Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Stefna að opnun Vífilshallar fyrir jól

Stefna að opnun Vífilshallar fyrir jól

92
0
Vífilshöll

Stefnt er að því að opna fjölnota íþróttahús Garðabæjar, Vífilshöll, fyrir jól. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu um byggingu fjölnota íþróttahússins.

Samkvæmt stöðuskýrslunni eru nú um 70 manns að vinna við verkið og unnið er samhliða í lokafrágangi á fjölmörgum verkþáttum.

Búið er að setja niður undirkerfi fyrir gervigras sem verður lagt á í vikunni. Þá er frágangur þjónusturýma langt kominn og verið er að vinna í lokafrágangi allra verkþátta.

,,Seinkun hefur verið í nokkrum verkþáttum sem aðallaga stafar af seinkun í afhendingu vara erlendis frá s.s ljós og innihurð en verktaki telur að þetta hafi ekki áhrif á afhendingu húsnæðis sem fyrirhuguð eru 22.desember 2021,” segir í stöðuskýrslu um byggingu Vífilshallar.

Heildarfermetrar Vífilshallar eru 15.770. Í höllinni verður að finna íþróttasal, tengibyggingu á tveimur hæðum og viðbyggingu íþróttahúss á þremur hæðum.

Íþróttasalur er með 11-14 metra lofthæð og inn af honum er upphitunarsvæði og svæði fyrir klifurvegg, frá 2. hæð tengi- og viðbyggingar er hægt að ganga inn á svalir sem eru hringinn í kringum íþróttasalinn.

Í tengibygging eru búningsklefar á 1. hæð og á 2. hæð er aðstaða fyrir m.a áhorfendur. Viðbygging innheldur m.a þreksal og ýmis stoðrými.

Heimild: Frettabladid.is

 

Previous articleWorld Class byggir heilsuræktarstöð og heilsuhótel á Fitjum
Next articleÚr prentsmiðju í blokk