Bjarg Íbúðafélag hses. og ÍAV undirrituðu þann 5. nóvember s.l verksamning sem felur í sér að ÍAV byggi og afhendi alls 22 almennar leiguíbúðir við Maríugötu 5 í Urriðaholtinu, Garðabæ. Um er að ræða eitt fjölbýlishús upp á 5 hæðir.
Á sömu lóð mun ÍAV jafnframt reisa annað fjölbýlishús nánast alveg eins fyrir Búseta, samningar við þá félagið eru langt komnir. Burðarkerfi húsanna er eins en einungis verða 20 íbúðir í Búseta hlutanum.
Frágangur inni er nokkuð mismunandi á milli húsanna, má þar nefna vélrænt innsog hjá búseta, innréttingar og frágangur er einnig mismunandi svo eitthvað sé nefnt.
Samningsform er fast heildarverð í báðum tilfellum.
Íbúðirnar til Bjargs verða afhentar í lok janúar 2023 og reiknað með að íbúðir fyrir Búseta verði afhentar í mars sama ár.
Verkefnastjóri verður Leó Jónsson, byggingarstjóri Guðjón Ólafur Guðbjörnsson og aðstoðar verkefnastjóri Friðleifur Kristjánsson.
Miðað er við að jarðvegsframkvæmdir og aðstöðusköpun hefjist síðari hluta nóvember.
Heimild: IAV.is