Home Fréttir Í fréttum Byggingarlandið á þrotum

Byggingarlandið á þrotum

226
0
Svona gætu byggingarnar litið út samkvæmt teikningu Yrkis. mynd/yrki

Þétting byggðar suðaustan við Sjúkrahúsið á Akureyri hefur verið umdeild frá því hugmyndir um fjölbýli komu fyrst upp. Nú hefur bæjarstjórnin gert upp hug sinn.

<>

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að fela sviðsstjóra skipulagssviðs að gera aðalskipulagsbreytingu, sem þýðir að byggja megi fjölbýlishús í stað einbýlishúsa við Tónatröð suðaustan sjúkrahússins.

Næsta skref er að búa til deiliskipulag. Svo verða lagðar fram tillögur til samþykktar.

Þétting byggðar á þessum stað vakti mjög heitar umræður í fyrrasumar. Þá var gert ráð fyrir að húsin yrðu hærri en samkvæmt nýju teikningunum nú.

Bæjarstjórn hafði áður heimilað SS Byggi að koma með hugmyndir að uppbyggingu á svæðinu. Skipulagsráð hefur lagt fram tillögu Yrkis arkitekta að útfærslu byggðarinnar.

Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar, segir að gera megi ráð fyrir 69 íbúðum. Ef þær verði samþykktar muni nýbyggingarnar hýsa allt að 140 til 150 íbúa.

„Mér finnst þessi hönnun vel heppnuð,“ segir Þórhallur.

Hann bendir á að Akureyri eigi ekki mikið byggingarland eftir. Fólksfjölgun sé töluverð. Breytingar í samfélaginu hafi leitt til þess að fleiri hafa flutt að heiman, yngra fólk sem sat í foreldrahúsum virðist geta keypt sér íbúðir vegna breyttra vaxtakjara.

Fleiri Sunnlendingar fjárfesti einnig í íbúðum á Akureyri. Mikilvægt sé að þétta byggð enn frekar.

Heimild: Frettabladid.is