Home Fréttir Í fréttum Hvalreki eftir sátt við eftirlitið

Hvalreki eftir sátt við eftirlitið

153
0
Atlantsolía keypti lóð og bensínstöð Olís við Háaleitisbraut sem hluta af sátt Samkeppniseftirlitsins við Haga og Olís vegna samruna félaganna í lok árs 2018. Mynd: Sigtryggur Sigtryggsson

Bensínstöð Atlantsolíu við Háaleitisbraut verður breytt í íbúðabyggð, sem gæti hækkað virði lóðarinnar verulega.

<>

Verðmæti lóðar Atlantsolíu við Háaleitisbraut gæti hækkað verulega verði samningsdrög við Reykjavíkurborg um fækkun bensínstöðva félagsins samþykkt í núverandi mynd.

Drögin fela í sér að notkun lóðarinnar verði breytt í íbúðabyggð, og eru þau samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins svo gott sem frágengin og bíða nú aðeins undirskriftar.

Olís seldi Atlantsolíu lóðina í lok árs 2018 að kröfu Samkeppniseftirlitsins vegna samruna þess fyrrnefnda við Haga. Málamiðlunartillögu Olís um að hætta rekstri á lóðinni en halda eignarhaldi og leigja hana út var hafnað.

Kaupin voru hluti af kaupum Atlantsolíu á alls fimm bensínstöðvalóðum af Olís, en tilkynnt var um fyrirætlanir borgaryfirvalda um að breyta notkun þriggja þeirra aðeins nokkrum mánuðum eftir kaupin.

Kaupverð lóðanna fimm var ekki sundurliðað sérstaklega niður á lóðir, og forsvarsmenn olíufélaganna tveggja hafa ekki viljað gefa það upp, og bera við samningsbundnum trúnaði.

Ólíkar öðrum atvinnulóðum
Sérfræðingar sem blaðamaður ræddi við telja að lóðin verði um tvöfalt verðmætari sem íbúðalóð en sem atvinnulóð. Guðrún Ragna Garðarsdóttir, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, bendir á móti á að lóðir undir bensínstöðvar sé ekki endilega hægt að leggja að jöfnu við aðrar atvinnulóðir, þar sem þær séu af afar skornum skornum skammti.

Slíkri lóð hafi ekki verið úthlutað í áratugi, og nú sé verið að fækka þeim. Ekki sé útséð með það hvort lóðin reynist félaginu arðbærari þegar upp er staðið eftir breytingarnar en í þeirri mynd sem áætlanir þeirra hafi gert ráð fyrir við kaupin.

„Þetta er ekki alveg svona einfalt. Við erum tiltölulega nýbúin að kaupa þessa lóð, og gerðum það á þeim forsendum að þarna yrði rekin frekar stór bensínstöð, sem er verðmæt eign,“ segir hún og bendir á að slíkar stöðvar hafi ekki gengið kaupum og sölum í gegnum tíðina.

„Við töldum okkur í fyrstu hafa greitt full hátt verð þegar það kom í ljós nokkrum mánuðum eftir kaupin að þrjár af þessum fimm stöðvum voru á lista borgarinnar yfir stöðvar sem á að loka.

Við hefðum verðmetið þetta allt öðruvísi hálfu ári seinna. Það er allt öðruvísi að sækja um notkun fyrir bensínstöð heldur en nokkra aðra atvinnustarfsemi.“

Heimild: Vb.is