Home Fréttir Í fréttum Fá vaskinn endur­greiddan vegna vinnu við lóða­fram­kvæmdir eftir allt saman

Fá vaskinn endur­greiddan vegna vinnu við lóða­fram­kvæmdir eftir allt saman

146
0
Deilan sneri sérstaklega að hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð. GETTY

Yfirskattanefnd hefur fallist á kröfu sveitarfélags um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu manna við framkvæmdir á lóð húsnæðis í eigu sveitarfélagsins. Ríkisskattstjóri hafði áður hafnað umsókninni um endurgreiðslu virðisaukaskattsins.

<>

Deilan sneri að tveimur greiðslum sveitarfélagsins, en ríkisskattstjóri hafði ákveðið að hafna endurgreiðslu á virðisaukaskatti að fjárhæð annars vegar um 422 þúsund krónur og hins vegar tæpum 1,3 milljónum króna vegna framkvæmda á lóðum húsnæðisins.

Sveitarfélagið, sem ekki er nefnt á nafn í úrskurðinum, óskaði eftir endurgreiðslunni á grundvelli átaksins Allir vinna sem felst í endurgreiðslu á virðisaukaskatti vinnuliðs þegar kemur að ýmsum framkvæmdum.

Sveitarfélagið óskaði eftir endurgreiðslu á ýmsum verkþáttum framkvæmda við endurnýjun á girðingu við leikskóla, línumerkinga á frjálsíþróttavelli, verkstæðisvinnu og hellu- og túnþökugerð.

Deilan sneri þá sérstaklega að þvi hvort vinnuþættir, meðal annars hellu- og túnþökulögn, geti talist til vinnu manna við endurbætur eða viðhald á „öðru húsnæði“ eins og það er skilgreint í reglugerð.

Í úrskurðinum kemur fram að af hálfu ríkisskattstjóra sé lögð áhersla á að skilgreining á „öðru húsnæði“ í reglugerð leiði til þess að framkvæmdir við lóð fasteignar sveitarfélags falli hér fyrir utan.

Vísi ríkisskattstjóri í þessu sambandi til þess að sérstaklega sé tekið fram í ákvæðinu að vinna þurfi að varða „byggingu með veggjum og þaki“. Hafi umsókn því verið hafnað.

Yfirskattanefnd rekur svo í úrskurði sínum viðeigandi lagaákvæði um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við húsnæði sveitarfélaga og taldi skilgreiningar í reglugerðum, sem settar hefðu verið á grundvelli laganna, bæru ekki með sér neinn þann merkingarmun á hugtakinu „húsnæði“ sem máli skipti. Því hafi verið fallist á umkrafða endurgreiðslu virðisaukaskatts.

Heimild: