
Framkvæmdir hófust í dag við uppbyggingu fyrsta áfanga nýrrar 450 íbúa byggðar í Þorlákshöfn sem fær nafnið Móabyggð. Fyrsta skóflastungan var tekin að byggingu fyrstu 78 íbúðanna í morgun.
Í tilkynningu frá Ölfusi segir að það láti nærri að um sé að ræða stærsta einstaka íbúðaverkefnið á Suðurlandi og mögulega á landinu utan höfuðborgarsvæðisins.
„Íbúðirnar í hverfinu verða tveggja til fjögurra herbergja á bilinu frá 60 til 95 fm. Húsin verða staðsteypt, einangruð að utan og klædd álklæðningu. Gluggar verða ál-/trégluggar.

Framkvæmdir hófust í dag við uppbyggingu fyrsta áfanga nýrrar 450 íbúa byggðar í Þorlákshöfn sem fær nafnið Móabyggð. Fyrsta skóflastungan var tekin að byggingu fyrstu 78 íbúðanna í morgun.
Í tilkynningu frá Ölfusi segir að það láti nærri að um sé að ræða stærsta einstaka íbúðaverkefnið á Suðurlandi og mögulega á landinu utan höfuðborgarsvæðisins.
„Íbúðirnar í hverfinu verða tveggja til fjögurra herbergja á bilinu frá 60 til 95 fm. Húsin verða staðsteypt, einangruð að utan og klædd álklæðningu. Gluggar verða ál-/trégluggar.

Fjölbreytt íbúðagerð
Í Móabyggð verður boðið upp á fjölbreyttar íbúðagerðir í lágreistum fjölbýlishúsum sem hafa marga kosti sérbýlis.
Byggðin er miðsvæðis og hönnuð með nútíma þarfir íbúa í huga, þar sem er stutt er í alla helstu þjónustu, svo sem heilsugæslu, leik- og grunnskóla auk íþróttamannvirkja og sundlaugar.
Við hönnun hverfisins var sérstaklega hugað að vistvænni uppbyggingu og voru markmið um orkuskipti í samgöngu til að mynda sérstaklega höfð í huga í hönnunarvinnunni, þar sem gert er ráð fyrr hleðslustöðvum,“ segir í tilkynningunni.
Heimild: Visir.is