Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tvö tilboð bárust vegna Akureyrarflugvallar

Tvö tilboð bárust vegna Akureyrarflugvallar

256
0
Frá skóflustungunni sem gerð var í júní. Ljósmynd/Isavia

Tvö til­boð bár­ust Isa­via um viðbæt­ur og breyt­ing­ar á flug­stöðinni á Ak­ur­eyr­arflug­velli. Til­boðin bár­ust frá verk­taka­fyr­ir­tækj­un­um Hús­heild og Hyrnu.

<>

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Isa­via að til­boð Hús­heild­ar hafi hljóðað upp á tæp­ar 865 millj­ón­ir króna en til­boð Hyrnu upp á rúm­ar 810 millj­ón­ir króna.

Verk­efnið fel­ur í sér viðbygg­ingu við nú­ver­andi flug­stöð og breyt­ingu á nú­ver­andi hús­næði flug­stöðvar­inn­ar og nán­asta um­hverfi. Fyrsta skóflu­stunga að viðbygg­ing­unni var tek­in í júní síðastliðnum.

Verði lokið 2023
„Nú verður farið ít­ar­lega yfir þessi tvö til­boð sem bár­ust,“ er haft eft­ir Sigrúnu Björk Jak­obs­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra inn­an­lands­flug­valla hjá Isa­via.

„Verk­efnið sem hér um ræðir er 1.100 fer­metra viðbygg­ing við flug­stöðina með góðri aðstöðu fyr­ir toll og lög­reglu, frí­höfn og veit­ingastað. Áætlað er að heild­ar­verk­efn­inu verið lokið síðsum­ars 2023.“

 

Frá vinstri; Hjör­dís Þór­halls­dótt­ir, flug­vall­ar­stjóri á Ak­ur­eyr­arflug­velli, Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, og Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir. Ljós­mynd/​Isa­via

Meðfylgj­andi mynd­ir frá skóflu­stungu vegna verk­efn­is­ins frá 15. júní síðastliðnum.

Heimild: Mbl.is