Home Fréttir Í fréttum Sementsverksmiðjan ver ákvörðun um sölu á steypu

Sementsverksmiðjan ver ákvörðun um sölu á steypu

184
0
Sementsverksmiðjan hefur ákveðið að bjóða Aalborg Portland á Íslandi bein sementsviðskipti. mbl.is/Eggert

Sements­verk­smiðjan seg­ir ákvörðun sína, um að bjóða Aal­borg Port­land bein sementsviðskipti, ekki brot á sam­keppn­is­lög­um í til­kynn­ingu til fjöl­miðla í kvöld.

<>

Þar er bent á að fyr­ir­tækið hafi leitað leiðbein­inga hjá Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu áður en ákvörðunin hafi verið tekið en Stein­steyp­an kvartaði yfir þess­ari ráðstöf­un til eft­ir­lits­ins.

Sements­skort­ur inn­an­lands og í Evr­ópu
Mik­ill sements­skort­ur er hér á landi sem og um alla Evr­ópu. Vegna þessa seg­ist Sements­verk­smiðjan hafa þurft að for­gangs­ráða því sementi sem fyr­ir­tækið hafi til umræða til þess að mæta samn­ings­skuld­bind­ing­un­um sín­um:

„Sements­verk­smiðjan vís­ar því al­ger­lega á bug að for­gangs­röðun viðskipta til að mæta samn­ings­bundn­um skuld­bind­ing­um geti tal­ist brot á sam­keppn­is­lög­um.

Fé­lagið taldi enn­frem­ur að þær kröf­ur sem gerðar voru til þess í kvört­un Stein­steyp­unn­ar gætu hæg­lega jafn­gilt broti á 10. grein sam­keppn­islaga og væru því ekki fær­ar“.

Seldi Stein­steyp­unni sement í sum­ar
Sements­verk­smiðjan seg­ist hafa selt Stein­steyp­unni sement í sum­ar ásamt fleir­um sem þeir voru ekki í föstu samn­ings­sam­bandi við þegar vart varð skorts hjá „helsta keppnauti fé­lags­ins í sements­sölu hér á landi“.

Fyr­ir­tækið seg­ist þó full­an skiln­ing hafa á þeirri stöðu sem sé kom­in upp vegna sements­skorts í heim­in­um:

„Sements­verk­smiðjan hef­ur sem fyrr seg­ir gert ít­rekaðar til­raun­ir til að tryggja meira magn sements til lands­ins og fagn­ar að sjálf­sögðu nýj­um viðskipt­um þegar af­hend­ing­ar kom­ast í eðli­legt horf. Bind­ur verk­smiðjan von­ir við að með þess­um hætti megi draga úr nei­kvæðum áhrif­um sements­skorts hér á landi fyr­ir ís­lensk­an bygg­inga­markað.“

Heimild: Mbl.is