Home Fréttir Í fréttum Norræna húsið fær aukið fjármagn í viðhald

Norræna húsið fær aukið fjármagn í viðhald

71
0
Mynd: RÚV

Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna hafa samþykkt auknar fjárveitingar til norræns menningarsamstarfs en fyrirhugaður var niðurskurður sem hafði verið harðlega gagnrýndur.

<>

Þá fær Norræna húsið í Reykjavík aukið fjármagn vegna viðhalds.
Menningarmálaráðherrar Norðurlandanna funduðu í Kaupmannahöfn í gær á þingi Norðurlandaráðs.

Á þeim fundi voru auknar fjárveitingar til norræns menningarsamstarfs samþykktar en ráðherrarnir gerðu athugasemdir við áður boðaðan niðurskurð að sögn Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra.

Hún segir athugasemdirnar ekki síst gerðar í ljósi þess að menningarstarf hafi liðið mikið fyrir áhrif af kórónuveirufaraldrinum.

Samstarf á lista- og menningarsviði sé gríðarlega mikilvægt í norrænni samvinnu segir Lilja og því fagni hún hækkuninni sérstaklega.

Hækkunin nemur 180 milljónum króna og verður heildarframlag vegna menningarsamstarfsins samkvæmt fjármálaáætlun Norðurlandaráðs fyrir næsta ár rúmlega 3,3 milljarðar króna.

Þá var samþykkt á sama fundi að verja rúmum 76 milljónum króna í endurbótaverkefni vegna aðkallandi viðgerða á Norræna húsinu í Reykjavík.

Húsið er eina byggingin sem er einvörðungu í eigu Norrænu ráðherranefndarinnar og hafa viðgerðir á húsinu staðið lengi. Það var finnski arkitektinn Alvar Aalto sem teiknaði Norræna húsið og var það vígt árið 1968.

Heimild: Ruv.is