Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir við Fossvogsskóla boðnar út

Framkvæmdir við Fossvogsskóla boðnar út

73
0
Mynd: Ásrún Brynja Ingvarsdóttir - RÚV

Borgarráð hefur samþykkt að bjóða út lagfæringar og endurbætur á Fossvogsskóla sem hefur verið með skerta starfsemi á undanförnum misserum vegna myglu.

<>

Frumkostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að kostnaður við endurbætur og nútímavæðingu skólans verði rúmlega 1,6 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni sem segir áætlað að nemendur geti stundað nám í Fossvogsdal frá og með haustinu 2022.

Útboð verði á stýriverktöku þar sem einn aðalverktaki sjái um stjórnun vinnustaðar auk samræmingar og stýringu á vinnu undirverktaka.

Bæta þurfi raka- og loftgæði innan skólans og færa bæði húsnæðið og kennsluhætti í nútímalegt horf.

Framkvæmdirnar byggja á tillögum sem settar voru fram í úttektarskýrslu verkfræðistofunnar Eflu.

Veggir teknir niður og einangrun fjarlægð
Í tilkynningunni kemur fram að „einangrun innan á útveggjum allra bygginga verður fjarlægð. Þá verða útveggir einangraðir að utan og klæddir með álklæðningu.

Allir gluggar og útihurðir verða endurnýjaðar og lokið við að endurnýja öll þök. Ennfremur verða innveggir fjarlægðir og endurbyggðir í samræmi við gildandi eldvarnarkröfur, raflagnir og pípulagnir verða endurnýjaðar sem og loftaefni og gólfefni.

Loftræsting allra húsa verður yfirfarin og virkni breytt með tilliti til bættrar innivistar. Þá verða skriðkjallarar undir byggingunum lagfærðir og þéttir og brunnar sem nú eru inni í byggingunum færðir út úr húsum.

Þá er unnið að breyttu innra skipulagi á húsnæðinu svo byggingarnar henti betur fyrir nútíma kennsluhætti.“

Meginland tilbúið árið 2023
Áætlað er að allt skólastarf Fossvogsskóla verði í Fossvogsdal haustið 2022. Nemendur stundi þá nám í tveimur uppgerðum byggingum, Austurlandi og Vesturlandi, og að hluta til einnig í einingarhúsum á lóð skólans. Áætlað sé að framkvæmdum við Meginland ljúki haustið 2023.

Heimild: Ruv.is