Home Fréttir Í fréttum Glæsilegt hús fyrirhugað á „Smurstöðvar-reitnum“ við Suðurgötu á Akranesi

Glæsilegt hús fyrirhugað á „Smurstöðvar-reitnum“ við Suðurgötu á Akranesi

441
0
Mynd: Skagafréttir.is

Bæjarstjórn Akraness samþykkti einróma umsókn þess efnis að hækka nýtingarhlutfall lóðar við Suðurgötu 93 á Akranesi. Engar athugasemdir bárust í grenndarkynningu vegna umsóknarinnar.

<>

Fyrirhugað er að reisa á lóðinni glæsilegt fjölbýlishús eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.

Nýtt hús sem fyrirhugað á „Smurstöðvar-reitnum“

Á lóðinni var um 120 fermetra hús sem var byggt árið 1955 en þar var m.a. smurstöð, verkstæði og vinnuskóli Akraness var lengi með aðstöðu í húsinu.

Smurstöð, verkstæði og vinnuskóli Akraness.
Mynd: Ljósmyndasafn Akraness

Á áttunda áratug síðustu aldar kom upp mikill eldur í húsinu og var það lagfært í kjölfarið.

Sumarið 2006 kom upp eldur í húsinu á ný. Í kjölfarið var húsið rifið og hefur svæðið verið nýtt sem bílastæð frá þeim tíma.

Deiliskipulag Suðurgata 93 á Akranesi

S93_DSK_br_240821 – Sheet – A110 – Grenndarkynning.pdf

Grenndarkynning

Heimild: Skagafrettir.is