Home Fréttir Í fréttum Tveir nýir snjóflóðagarðar á Norðfirði kosta 2,5 millj­arða króna

Tveir nýir snjóflóðagarðar á Norðfirði kosta 2,5 millj­arða króna

292
0
Snjóflóðavarn­ir við Tröllagil í Norðfirði.

Áætlað er að kostnaður við tvo stóra snjóflóðavarn­argarða og til­heyr­andi mann­virki í Nes­kaupstað verði um 2,5 millj­arðar króna. Garðarn­ir myndu verja nokkuð á þriðja hundrað íbúðir og op­in­ber­ar bygg­ing­ar, að verðmæti 3,5 til 7 millj­arðar króna.

<>

Byggðar hafa verið mikl­ar snjóflóðavarn­ir á und­an­förn­um árum til að verja hús og fólk í Nes­kaupstað. Nú er að ljúka frá­gangi við varn­ir und­ir Tröllagili, áður var búið að gera varn­ir und­ir Drangagili.

Enn eru 122 íbúðir í 40 hús­um á hættu­svæði und­ir Nes­gili og Bakkagili, auk Fjórðungs­sjúkra­húss­ins. Und­ir Urðar­botn­um og Sniðgili eru 127 eign­ir, þar á meðal versl­un­ar- og at­vinnu­hús­næði í miðbæ Nes­kaupstaðar og leik­skóli.

Heimild: Mbl.is