Home Fréttir Í fréttum Verða hús framtíðar­inn­ar úr plasti?

Verða hús framtíðar­inn­ar úr plasti?

361
0
Mynd: mbl.is/​Eva Björk Ægis­dótt­ir

Næsta bylt­ing á fast­eigna­markaðnum gæti fal­ist í plast­hús­um. Fyr­ir­tækið Fíbra hef­ur hannað hús úr trefja­styrktu plasti með kjarna úr stein­ull. Hús­in eiga að vera um tutt­ugu og fimm pró­sent­um ódýr­ari en sam­bæri­leg hús og þurfa ekk­ert viðhald. Fyrsta húsið er risið og pant­an­ir hafa verið gerðar.

<>

Á bak við Fíbru standa Reg­in Gríms­son, Andri Thor Gunn­ars­son, Helga Hinriks­dótt­ir og Har­ald­ur Ingvars­son. Hug­mynd­in fór með sig­ur af hólmi í Topp­stöðinni, ný­sköp­un­arþætti á RÚV, sem lauk í vik­unni.

Reg­in seg­ir áferðina á hús­inu líkj­ast kera­mik­flís. „Menn verða yf­ir­leitt mjög hissa þegar þeir sjá og finna áferðina,“ seg­ir hann.

Leka ekki frek­ar en skip

Hug­mynd­in kom til í upp­hafi síðasta árs en Reg­in hef­ur verið að smíða skip úr trefjaplasti í fjölda ára. Hann seg­ist hafa verið að þjálfa starfs­menn í að nota nýj­ar vél­ar til trefjaplast­gerðar og fékk stein­ull frá Stein­ullaull­ar­verk­smiðjunni til þess að leika sér með. Þá sá hann hvernig hægt var að búa til kápu af réttri þykkt utan um stein­ull­ina. Hann seg­ist strax hafa séð sparnaðinn sem í þessu gæti fal­ist og bend­ir á að hús­in leki ekki frek­ar en skip­in.

Reg­in hef­ur látið prófa þolið hjá Ný­sköp­un­ar­miðstöð og verk­fræðideild Há­skól­ans í Reykja­vík og er niðurstaðan að þetta sé um sex til sjö sinn­um sterk­ara en regl­ur gera kröf­ur um. Hús­in eru byggð sem 25 fer­metra ein­ing­ar sem hægt er að byggja við og stækka. Hann seg­ir stærðinni vera eng­in tak­mörk sett.

30 millj­óna fjár­fest­ing

Næsta skref er að koma upp verk­smiðju til fram­leiðslunn­ar og er verið að leita að fjár­fest­um til þess að koma henni á kopp­inn. Aðspurður um stærð fjár­fest­ing­ar­inn­ar seg­ir hann vanta um þrjá­tíu millj­ón­ir króna. „Þá yrðum við í mjög góðum mál­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að þegar sé búið að leggja inn um­sókn um einka­leyfi á fram­leiðslunni.

Reg­in seg­ist þegar hafa fengið tvær fyr­ir­spurn­ir, ann­ars veg­ar um að gera fimm­tíu her­bergja gisti­heim­ili á Norður- og Suður­landi og hins veg­ar að byggja fé­lags­heim­ili fyr­ir sigl­inga­klúbb.

Bráðabirgðaút­reikn­ing­ar gera ráð fyr­ir að hús­in gætu verið um 25 pró­sent ódýr­ari en hefðbund­in hús og verða þau með fimmtán ára ábyrgð gagn­vart leka. Reg­in bend­ir á að hús­in þarfn­ist ekki viðhalds auk þess sem þau þurfa lítið raf­magn sök­um góðrar ein­angr­un­ar. Þá er eng­in hætta á myglu.

Reg­in seg­ir hús­in eiga að geta verið sjálf­bær í framtíðinni þannig að óþarft verði að kaupa orku til kynd­ing­ar. Hann bend­ir á ein­angr­un­ina og seg­ir að einnig verði hægt verði að koma upp sól­ar- eða vind­sell­um.

„Þetta er miklu betra en önn­ur hús,“ svar­ar Reg­in aðspurður um gæðin og vís­ar til fyrr­greindra atriða.

Aðspurður hvort þetta hafi verið gert áður seg­ir hann að um fjör­tíu hús úr trefjaplasti hafa verið smíðuð í Þýskalandi fyr­ir tæp­um fimm­tíu árum síðan. Hóp­ur­inn fór að skoða hús­in og talaði við dæt­ur hönnuðar­ins. Hann seg­ir tvær megin­á­stæður hafa verið fyr­ir því að hug­mynd­in náði ekki lengra. Ann­ars veg­ar hafi hönnuður­inn ekki haft aðgengi að stein­ull­inni, sem sé lyk­il­atriði, og hins veg­ar náði hann ekki sam­starfi við arki­tekta. Reg­in bend­ir á að hús­in standi ennþá og að ekk­ert sjá­ist á yf­ir­borðinu. Þau hafi verið þveg­in nokkr­um sinn­um með háþrýsti­dælu en ann­ars hafi þau ekki þurft neitt viðhald.

Vist­vænni kost­ur

Reg­in bend­ir jafn­framt á að plast­hús­in séu mun vist­vænni kost­ur en þau stein­steyptu og er fram­leiðslan ein­ung­is um fjórðung­ur af vist­fræðilegu spori hefðbund­inna stein­steypu­fram­kvæmda.

Fíbra hef­ur þegar komið upp einu húsi við gömlu vara­afls­stöðina við Raf­stöðvarveg í Elliðaár­dal og verður það opið í dag á milli klukk­an tíu og fjög­ur fyr­ir þá sem hafa áhuga á að skoða það.

Þá hef­ur Fíbra einnig verið boðið að þátt í ráðstefnu á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar sem verður hald­in í Ráðhús­inu þann 14. nóv­em­ber nk. und­ir yf­ir­skrift­inni „Leiðir til að lækka bygg­ing­ar­kostnað“. Þar verður hægt að skoða sýn­is­horn af trefjaplast­inu.

Heimild: Mbl.is