Home Fréttir Í fréttum Vextir hækka greiðslubyrði lána

Vextir hækka greiðslubyrði lána

79
0
Greiðslubyrði af fimmtán milljóna króna óverðtryggðu húsnæðisláni hefur hækkað um ríflega 15 þúsund krónur á mánuði vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans á þessu ári.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti í gær í þriðja sinn á þessu ári. Þeir hafa ekki áhrif á lán með föstum vöxtum en áhrifin eru töluverð á óverðtryggð húsnæðislán með breytilegum vöxtum. Tökum dæmi af slíku fimmtán milljóna króna láni.

<>

Áður en Seðlabankinn byrjaði að hækka vexti í júní var greiðslubyrðin af slíku láni 75 þúsund krónur á mánuði. Við hálfs prósentustigs hækkun í júní hækkaði greiðslubyrði lánsins í rúmlega 81 þúsund krónur.

Í ágúst hækkuðu vextir aftur um hálft prósentustig og þá var greiðslubyrðin orðin 87.500 krónur. Og ef vextir slíkra lána fylgja stýrivöxtum áfram fer greiðslubyrðin vegna vaxtahækkunar gærdagsins upp í 90.625 krónur á mánuði.

Samtal hækkar því greiðslubyrði þessa láns um 15.625 krónur á mánuði, eða um rúmlega þúsund krónur á hverja milljón lánsins.

Heimild: Rúv.is