Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Framkvæmdir ganga vel við Leikskólann í Stykkishólmi

Framkvæmdir ganga vel við Leikskólann í Stykkishólmi

136
0
Mynd: Skessuhorn.is

Stækkun Leikskólans í Stykkishólmi gengur vel og er uppsteypa nú að klárast. Að sögn Páls Þorbergssonar verktaka er verkið á áætlun en áætluð verklok eru 28. febrúar 2022.

<>

„Við erum vel innan þess ramma,“ segir hann og bætir við að nú þegar sé hafin smíði innréttinga og því sem á að vera inni í byggingunni. „Við erum bara á mjög góðu róli,“ segir Páll.

Mynd: Skessuhorn.is

Að sögn Jakobs Björgvins Jakobssonar bæjarstjóra verður stækkunin kærkomin viðbót við það rými sem fyrir er í skólanum. Hann segir mikla ásókn vera í skólann.

„Sú þróun sem við sáum fyrir okkur fyrir tveimur árum er að raungerast, fjölgun íbúa og breytt aldurssamsetning þeirra. Það eru fleiri barnafjölskyldur að koma og yngra fólk.

Lýðheilsukúrfan okkar er orðin mjög heilbrigð myndi ég segja,“ segir Jakob.

Heimild: Skessuhorn.is