Kínversk stjórnvöld hafa sett 150 metra efri mörk á hæð nýbygginga í borgum með færri en þrjár milljónir íbúa.
Stjórnvöld í Kína hafa sett þak á hæð nýbygginga í smærri borgum til að koma í veg fyrir stór háhýsi.
Um er að ræða lið í herferð stjórnvalda til að draga úr á „hégómafullum verkefnum“ (e. vanity projects), og hafa byggingaraðilar verið gagnrýndir fyrir áhuga á að byggja eftirtektarverðar byggingar. BBC greinir frá.
Bannað verður reisa nýbyggingar yfir 150 metrum í borgum með færri en þrjár milljónir íbúa. Efri mörkin verða 250 metrar í stærri borgum. Kína var þegar með bann á nýbyggingum yfir 500 metrum að hæð.
Kínverskir fjölmiðlar sögðu að þó þörf væri á skýjakljúfum í fjölmennum bogum á borð við Shanghai og Shenzhen þá telja þeir að ekki sé skortur á landi í öðrum borgum. Þar hafi skýjakljúfar verið byggðir „að mestu leyti vegna hégóma“.
Fimm af tíu hæstu byggingum heims er að finna í Kína. Shanghai turninn í Kína er þriðji hæsta bygging heims en aðeins Burj Khalifa turninn í Dubai og Merdeka turninn í Kuala Lumpur eru hærri.
Heimild: Vb.is