Home Fréttir Í fréttum 5,9 milljarða endurgreiðslur vegna Allir vinna

5,9 milljarða endurgreiðslur vegna Allir vinna

23
0
Hilmar Harðarson,

End­ur­greiðslur vegna átaks­ins All­ir vinna nema tæp­lega 5,9 millj­örðum króna á fyrstu átta mánuðum árs­ins.

<>

„Heim­ild til end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts vegna fram­kvæmda og end­ur­bóta var hækkuð úr 60% í 100% til að bregðast við niður­sveiflu í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins.

Samiðn hef­ur lagt mikla áherslu á þetta átak All­ir vinna enda er afar mik­il­vægt að halda hjól­um at­vinnu­lífs­ins gang­andi og stuðla að því að skila mik­il­væg­um virðis­auk­andi verk­efn­um til sam­fé­lags­ins,” seg­ir Hilm­ar Harðar­son, formaður Samiðnar, Sam­bands iðnfé­laga, í til­kynn­ingu.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Skatt­in­um skipt­ast end­ur­greiðslurn­ar á fyrstu átta mánuðum árs­ins þannig að 2,1 millj­arður var end­ur­greidd­ur vegna end­ur­bóta og viðhalds á íbúðar­hús­næði, 122 millj­ón­ir vegna bif­reiðaviðgerða, 798 millj­ón­ir vegna ný­bygg­ing­ar á íbúðar­hús­næði og end­ur­greiðsla til bygg­ing­araðila nam 2,9 millj­örðum króna.

Alls nema end­ur­greiðslur það sem af er ár­inu 2021 nú þegar tæp­lega 5,9 millj­örðum.

Vegna árs­ins 2021 hafa þegar verið af­greidd­ar um 23.000 end­ur­greiðslu­beiðnir en alls hafa borist rúm­lega 45.000 end­ur­greiðslu­beiðnir, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Því á enn eft­ir að af­greiða um helm­ing end­ur­greiðslu­beiðna. Sam­tals hafa borist jafn marg­ar end­ur­greiðslu­beiðnir nú á fyrstu átta mánuðum árs­ins og fyr­ir allt árið í fyrra.

Vilja sjá átakið halda áfram

„Það er aug­ljós­lega tæki­færi fyr­ir ríki og sveit­ar­fé­lög nú að nýta sér um­rædda end­ur­greiðslu á virðis­auka­skatti hef­ur í för með sér. Við hjá Samiðn skor­um á stjórn­völd að átakið All­ir vinna haldi áfram,” seg­ir Hilm­ar.

„Samiðn sendi ný­verið skrif­leg­ar spurn­ing­ar til þeirra stjórn­mála­flokka sem buðu sig fram til þings um stefnu þeirra í mál­um sem snúa að iðnaðarsam­fé­lag­inu og ein af spurn­ing­um var um hvort ekki væri æski­legt að fram­lengja átakið All­ir vinna.

All­ir flokk­arn­ir fögnuðu átak­inu og vilja sjá það halda áfram þannig að ég ekki von á öðru en svo verði því það er til hags­bóta fyr­ir alla lands­menn,“ bæt­ir hann við.

Heimild: Mbl.is