Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ

Fjölnota Íþróttahús í Garðabæ

315
0
Mynd: ÍAV.is

Framkvæmdir  ÍAV á fjölnota íþróttahúsi Garðabæjar ganga vel. Unnið er að glugga ísetningu sem er komin langt á veg og byrjað er að klæða húsið.

<>

Verið er að ganga frá samning um bílastæði við íþróttahúsið en búið er að gefa leyfi á að hefja framkvæmdir og munu þær hefjast í þessum mánuði.

Innanhússfrágangur inni í sal er einnig á fullu og stefnt er að því að klára allan þann frágang í október og í kjölfari leggja niður gervigrasið.

Búið er að flísaleggja stóran hluta veggja og stefnt er að því að klára gólfflísar í október. Í kjölfari koma innréttingar, bekkir og snagar inn.

Um er að ræða 10.000 fm salur en alls 17.000 fm hús. Afhenda á íþróttahúsið um miðjan desember.

Heimild: ÍAV.is