Home Fréttir Í fréttum Rekstrartap VHE nam milljarði

Rekstrartap VHE nam milljarði

563
0
Unnar Steinn Hjaltason, forstjóri og aðaleigandi VHE. Ljósmynd: Eggert Jóhannesson

Landsbankinn afskrifaði 2,2 milljarða við nauðasamninga VHE.

<>

Samstæða verktakafélagsins VHE ehf. hagnaðist um 618 milljónir króna á síðasta ári eftir rúmlega 980 milljóna tap árið á undan. EBITDA samstæðunnar var neikvæð um milljarð en sökum nauðasamnings félagsins voru nettó fjármagnsgjöld jákvæð um 2,3 milljarða króna.

Vorið 2020 fór fram endurmat á eignum móðurfélagsins en sú vinna leiddi í ljós að eigið fé var neikvætt og félagið stefndi í þrot.

Í kjölfar greiðslustöðvunar náðust nauðasamningar en helmings eftirgjöf skulda samkvæmt þeim nam 2,9 milljörðum. Þar af gaf Landsbankinn eftir 2,2 milljarða tæpa.

Tekjur félagsins í fyrra námu 4,1 milljarði, drógust saman um rúmlega helming, en gjöld 5,5 milljörðum en höfðu verið 8,9 milljarðar árið 2019.

Endurmatið þýðir að eignir nema nú 6,7 milljörðum, voru 10,2 milljarðar árið 2019, og skuldir 5,5 milljörðum. Eigið fé samkvæmt ársreikningi er jákvætt um 1,2 milljarða.

Heimild: Vb.is