Home Í fréttum Niðurstöður útboða Tilboði í jarðvinnu við færanlegar kennslustofur við Grundaskóla hafnað

Tilboði í jarðvinnu við færanlegar kennslustofur við Grundaskóla hafnað

288
0
Mynd: Skagafrettir.is

Aðeins eitt tilboð barst í jarðvinnu á færanlegum kennslustofum við Grundaskóla.

<>

Tilboðin voru opnuð þann 9. september á skrifstofu Mannvits.

Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar við verkefnið var tæplega 7,5 milljónir kr.

Eins og áður segir barst eitt tilboð í verkefnið og var það frá Skóflunni hf. á Akranesi sem nam 12,2 milljónir kr.

Skipulags- og umhverfisráð Akraness hafnaði tilboðinu á grunni þess, að tilboð er yfir kostnaðaráætlun.

Ráðið fól Alfreð Þór Alfreðssyni rekstrarstjóra áhaldahúss að endurskoða útboðsgögn og bjóða út að nýju.

Heimild: Skagafrettir.is