Home Fréttir Í fréttum Segir að Sorpa hafi verið vöruð við efnisvali í GAJU

Segir að Sorpa hafi verið vöruð við efnisvali í GAJU

237
0
Mynd: Þór Ægisson
Framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu fullyrðir að forráðamenn Sorpu hafi verið varaðir við efnisvali sínu við byggingu GAJU.
Fulltrúar Sorpu hafi tekið þátt í hönnunarfundum og rýnt öll skilagögn EFLU í hönnunarferli hússins.

Mygla er komin upp í þaki og burðarvirki GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi.

<>

Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður Sorpu telja að mistök hafi verið gerð í hönnunarferli stöðvarinnar sem hóf starfsemi í fyrra.

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU sem sá um hönnun stöðvarinnar, er staddur erlendis en svaraði spurningum fréttastofu skriflega.

Í svari hans segir að við hönnun hafi verið stuðst við forsendur frá Sorpu og ráðgjöfum þeirra. Í útboðsgögnum hafi húsinu verið lýst og tekið fram að nota ætti límtré og timbureiningar í þakvirki hússins.

Orðrétt segir Sæmundur: „EFLA benti á í upphafi verkefnisins að verkkaupi væri að taka áhættu með efnisvali sínu og taldi uppbyggingu með öðrum efnum henta betur starfseminni.“

Fréttastofa spurði Sæmund, hvort á einhverjum tímapunkti í hönnunarferlinu hefðu vaknað spurningar um mögulega myglumyndun, í ljósi þeirrar starfsemi sem fram fer í GAJU.

Sæmundur svarar: „Í hönnunarferlinu benti EFLA á áhættu tengda efnisvali verkkaupa.“

Fréttastofa spurði einnig út í aðkomu starfsmanna og stjórnar Sorpu í hönnunarferlinu.

Kemur fram í svari Sæmundar að fulltrúar Sorpu hafi tekið þátt á hönnunarfundum og rýnt öll skilagögn EFLU í hönnunarferli hússins.

Heimild: Ruv.is