Home Fréttir Í fréttum 07.09.2021 Hjúkrunarheimili Húsavík, jarðvinna

07.09.2021 Hjúkrunarheimili Húsavík, jarðvinna

158
0
Tölvugerð mynd: Arkís

Framkvæmdasýsla ríkisins, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélagsins Norðurþings, óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna fyrirhugaðrar byggingu hjúkrunarheimilis á Húsavík.

<>

Verkefnið ber heitið Hjúkrunarheimili Húsavík, jarðvinna og felur í sér afmörkun svæðis, uppgröft og brottflutning jarðefna frá fyrirhuguðu byggingarsvæði, fyllingar undir byggingar og lagningu drenlagna.

Verkið skal framkvæma í samræmi við útboðsgögn.

Helstu magntölur í verkinu eru:

  • Girðing – 370 m
  • Gröftur – 23.000 m3
  • Losun bergs – 200 m3
  • Fyllingar – 910 m3
  • Drenlagnir – 210 m

Útboðið byggir á lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 (OIL) og fer fram í gegnum rafrænt útboðskerfi Ríkiskaupa, Mercell TendSign.

Um er að ræða almennt útboð skv. 34. gr. OIL, sem auglýst er innanlands.

Allar nánari upplýsingar er að finna í viðhengdum fylgiskjölum, þar á meðal útboðs- og samningsskilmálum, verklýsingu, tilboðsskrá, teikningum og öðrum hönnunargögnum.

Útboðsgögn afhent: 20.08.2021 kl. 09:20
Skilafrestur 07.09.2021 kl. 12:00
Opnun tilboða: 07.09.2021 kl. 13:00

Mikilvægt er að bjóðendur hlaði niður og kynni sér öll þau gögn sem þeir þurfa til að setja saman sín tilboð.