Home Fréttir Í fréttum Nemendur Stekkjaskóla hefja haustið í Vallaskóla

Nemendur Stekkjaskóla hefja haustið í Vallaskóla

158
0
Mynd: Jón Sveinberg Birgisson - Aðsend mynd
Skólastarf í Stekkjaskóla á Selfossi hefst í frístundaheimili við Vallaskóla á haustdögum.
Skólastjórnendur beggja skóla og stjórnendur frístundar hafa undanfarna daga skipulagt kennsluna en tafir hafa orðið við framkvæmdir við húsnæði og lóð Stekkjaskóla.

Stjórnendur skólans funduðu með starfsfólki í morgun um fyrirkomulag kennslunar fyrstu vikurnar, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins Árborgar.

<>

Skipulagið verður fullmótað nú í ágúst en foreldrum verður fljótlega boðið til samráðsfundar með umsjónarkennurum og skólastjórnendum.

Stekkjaskóli er nýr skóli í bæjarfélaginu en nokkur styr hefur staðið um hann, til að mynda varðandi flutning barna úr Sunnulækjarskóla þangað.

Skólasetning verður 24. ágúst en um 120 nemendur í 1. til 4. bekk hefja nám við skólann í haust.

Heimild: Ruv.is