Home Fréttir Í fréttum Ný þjónustumiðstöð Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar rís á Fáskrúðsfirði

Ný þjónustumiðstöð Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar rís á Fáskrúðsfirði

85
0

Nú eru hafnar framkvæmdir við byggingu á nýrri þjónustumiðstöð Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar við Hafnargötu 39 á Fáskrúðsfirði.

<>

Byggingin verður 304,8 m2 og 1.468,5 m3 og verður hún að hluta til á tveimur hæðum.

Vélasalur og starfsmannaaðstaða verður á 1. hæð og á 2. hæð verða skrifstofur.

Áætlað er að starfsmannafjöldi í þjónustumiðstöðinni verði 5-10 manns.

Stefnt er að því að framkvæmdum ljúki og þjónustumiðstöðin verði tekin í notkun næsta vor.

Byggingu þjónustumiðstöðvarinnar má rekja til ársins 2016 þegar tekin var ákvörðun um að sameina starfsmenn áhaldahúsa og hafnarstarfsmanna undir starfsemi þjónustumiðstöðvar á framkvæmdasviði.

Eigandi húss sem stendur beint á móti fyrirhugaðri þjónustumiðstöð gerði alvarlegar athugasemdir við nýbygginguna.

„Við getum ekki fallist á þessa byggingu þarna. Þetta mun gera hús okkar nánast verðlaust og nánast ekki seljanlegt, bæði varðar útsýni og umgang“ segir eigandinn í bréfi til Fjarðabyggðar.

Eigandinn segir sveitarfélagið hafa þrjá möguleika; að færa bygginguna annað, að sveitarfélagið kaupi af sér húsið eða að „Fjarðabyggð greiða bætur fyrir byggingu húsnæðisins þar sem verð og sölumöguleikar Hafnargötu 42 verða mjög litlar,“ segir eigandinn og stefnir á að fara með málið lengra.

Heimild: Austurfrett.is