Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Innivinna í fullum gangi við nýtt hjúkrunar­heimili á Sel­fossi

Innivinna í fullum gangi við nýtt hjúkrunar­heimili á Sel­fossi

413
0
Mynd: Dfs.is

Vinna við nýtt hjúkrunar­heimili við Árveg á Sel­fossi gengur vel segir Leifur Stefánsson, verkefna­stjóri hjá Eykt.

<>

„Málningar­vinnan er hafin innandyra, flísalagnir, hurðir og innréttingar eru komnar svo það er mikið að gerast þar. Þá er allt komið á fullt í klæðningarvinnu utanhúss,“ segir Leifur.

Lóðavinna eftir verslunarmannahelgi
Samkvæmt Leifi verður farið í lóðarvinnu eftir verslunar­manna­helgi.

Þá fara vinnu­búðirnar af lóðinni og fá að færa sig inn á lóðina hjá Mjólkur­samsölunni meðan verið er að klára.

Aðspurður um að aðfanga­keðjur séu hægfara vegna Covid – 19 segir Leifur það rétt og þeir eins og aðrir finni fyrir því að hörgull sé á efni og langan tíma taki að fá efni til landsins að utan m.a. vegna skorts á gámum og flutningsplássi í skipum.

Hann segir þó að verkefnið hafi almennt gengið vel og ekkert stórt sem komið hafi upp á.

Þá er áætlað að verklok séu í nóvember – desember á árinu.

Heimild: Dfs.is